Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 14. júlí 2005 09:03
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Jens Elvar Sævarsson (Þróttur R.)
Jens ekki sáttur við dómara.
Jens ekki sáttur við dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Einu sinni í viku sýnir nýr leikmaður á sér hina hliðina hér á Fótbolti.net. Að þessu sinni er það Jens Elvar Sævarsson sem er 25 ára varnarmaður hjá Þrótti R. Jens hefur leikið 9 leiki með Þrótti í Landsbankadeildinni í sumar og skorað eitt mark, beint úr aukaspyrnu gegn ÍBV.

Jens hefur verið í Þrótti frá unga aldri fyrir utan tvo mánuði sem hann var í herbúðum KR árið 1998. Kíkjum á hina hliðina á Jens sem er nokkuð skemmtileg.


Fullt nafn: Jens Elvar Sævarsson

Gælunafn: Jenni a.k.a. Djenson Elvario

Aldur: 25

Giftur / sambúð? Laus og mjög liðugur
Börn: Ekki svo ég vitit af

Hvað eldaðir þú síðast? Macaroni and cheese sem guffi gaf mér í afmælisgjöf

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepp og piparost

Hvernig gemsa áttu? Nokia 3230,( takk Óli Páll minn ….. ok og Sævar)

Uppáhaldssjónvarpsefni? Brúðkaupsþátturinn Já , byrjaður að plana

Besta bíómyndin? Wedding planer og wedding singer, margar góðar

Hvaða tónlist hlustar þú á? Það sama og þú bara, annars kemur brúðarbandið sterkt inn þessa dagana

Uppáhaldsútvarpsstöð: x-fm á milli 8 og 14

Uppáhaldsdrykkur: kaldur öl klikkar seint

Uppáhalds vefsíða: trottur.is

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Bomba hann niður, en ég geri það aldrei

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Total Network Selutions

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Stóri bró( alveg eins og ég)

Erfiðasti andstæðingur? Ekki mætt honum ennþá

Ekki erfiðasti andstæðingur? Takefusa

Besti samherjinn? Margir góðir en þeir bestu eiga eftir að koma

Sætasti sigurinn? Allir sigrar eru eftirminnilegir, en leikurinn gegn austra frá eskifirði í úrslitakeppninni á 4.flokki ‘94 stendur vel upp úr

Mestu vonbrigði? Fall úr úrvalsdeild 2003

Uppáhaldslið í enska boltanum? St. Albarns, Man U þar á eftir

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Alessandro Nesta

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Atli Eðvaldsson, Þorsteinn Halldórsson og Guðmundur Hreiðarsson, ef þeir æfa vel þá komast þeir fljótlega í liðið

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Hjálmar Þórarinsson og Rafn Andri Haraldsson úr Þrótti

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Mettlica-crew

Fallegasta knattspyrnukonan? Dóra María(ÓP)

Grófasti leikmaður deildarinnar? Þessi númer 6 hjá KR

Besti íþróttafréttamaðurinn? Benni Bó í slow motion

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? úps

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Josef Maruniak og Dusan Jaic

Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei og aldrei verið klobbaður í reit

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Dóri Hilmis vippaði lillanum út við aðra stöngina á öðru markinu og lét bara vaða, og birtist svo á baksíðu DV daginn eftir

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei fór í meðferð

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Man ekki alveg ´97 eða ´98

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? klassa síða

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? já þegar ég fer á netið

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Sleppa dómurunum, sóknin dæmir

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) METTLICU

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Spila

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Viktor,Hansi,Bjöggi ,Bjöggi,Sævar,Baldur,Óli Páll,Simmi og síðast en ekki síst Grétar Sigfinnur Sigurðsson í Val

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Manhattan,NY

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Þegar ég loksins drullast á lappir, sem tekur tíma, þá er ég kominn í gang

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Mækol Djordan

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já já flest öllum, skák er ekki íþrótt

Hver er uppáhalds platan þín? Safnplöturnar úr uppáhalds myndunum mínum og nýja platan hennar Leoncie kemur skemmtilega á óvart

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Apríl, Tottenham v WBA

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? “umbro”

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? íþróttum
Athugasemdir
banner
banner
banner