Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   lau 16. júlí 2005 20:11
Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Man Utd púuðu á Rio Ferdinand
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Rio Ferdinand varnarmaður Manchester United var púaður af óánægðum stuðningsmönnum liðsins er liðið mætti liði Clyde í Skotlandi í dag en fjöldi stuðningsmanna liðsins ferðuðust til Skotlands til að sjá leikinn og létu óánægju sína með að Ferdinand hafi ekki skrifað undir samning við félagið í ljós.

Ferdinand hefur lengi dregið það að skrifa undir samning við félagið en hann á tvö ár eftir af núverandi samningi og hefur ekki enn samþykkt nýjasta samninginn og því hafa menn óttast að hann muni vara.

,,Við höfum ekki áhyggjur af þessu," sagði Carlos Queiroz aðstoðarstjóri United í dag um púið. ,,Þetta eru bara viðbrögð nokkurra stuðningsmanna svo þetta truflar hann ekkert."

Manchester United unnu leikinn 5-1 en mörkin skoruðu Kleberson, Paul Scholes, Liam Miller og Ruud van Nistelrooy skoraði tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner