Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 26. júlí 2005 13:59
Magnús Már Einarsson
Henchoz til Wigan (Staðfest)
Mynd: Magnús Már Einarsson
Svissneski varnarmaðurinn Stephane Henchoz hefur gert eins árs samning við nýliða Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Þessi þrítugi leikmaður hefur verið til reynslu hjá Wigan en hann hefur reynslu úr ensku úrvalsdeildinni með Blackburn Rovers og Liverpool.

Henchoz sem lék aðeins með Glasgow Celtic á seinni hluta síðustu leiktíðar sagði: ,,Ég veit að ég mun ekki vinna eins marga leiki eins og ég gerði hjá Liverpool en þetta er önnur áskorun fyrir mig og markmiðið er að halda sér í deildinni með Wigan."

Wigan hefur einnig fengið markvörðinn Mike Pollitt frá Rotterham og varnarmennina Pascal Chimbonda og Ryan Taylor frá Bastia og Tranmere.
Athugasemdir
banner
banner
banner