Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 04. ágúst 2005 15:45
Hafliði Breiðfjörð
Helena Ólafsdóttir tekin við KR
Helena er hér lengst til hægri á myndinni
Helena er hér lengst til hægri á myndinni
Mynd: ksi.is
Helena Ólafsdóttir fyrrum landsliðsþjálfari kvenna er tekin við meistaraflokk kvenna hjá KR og stjórnar liðinu í sínum fyrsta leik gegn FH í kvöld. Fyrir mótið hafði verið ákveðið að Helena myndi grípa inní og stjórna liðinu á síðari hlutanum þar sem Íris Eysteinsdóttir átti von á barni og er nú komin í barneignarfrí.

Leikurinn í kvöld verður gegn FH á Kaplakrikavelli og hefst klukkan 19:00. Helena hætti með íslenska kvennalandsliðið í desember er henni var tilkynnt að samningur hennar yrði ekki endurnýjaður.

Hún hefur tvisvar áður stjórnað KR-liðinu en árið 1996 hljóp hún tvisvar í skarðið fyrir þáverandi þjálfara KR, Gísla Jón Magnússon, og stjórnaði liðinu í báðum deildarleikjunum gegn Aftureldingu.

Það eru því bæði karla og kvennalið KR sem eru að skipta um þjálfara þessa dagana því Sigursteinn Gíslason hefur tekið við karlaliðinu. Fyrsti leikur beggja er einmitt gegn FH í Kaplakrikanum því karlaliðið fer þangað á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner