Ísland - Suður Afríka 4-1 (2-1)
Laugardalsvöllur, 17. ágúst, kl. 20:00
Íslendingar gersigruðu andlausa Suður Afríkumenn í vináttulandsleik þjóðanna í kvöld. Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í blíðuveðri og hafði nokkur fjöldi manna lagt leið sína á völlinn í kvöld.
Laugardalsvöllur, 17. ágúst, kl. 20:00
Íslendingar gersigruðu andlausa Suður Afríkumenn í vináttulandsleik þjóðanna í kvöld. Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í blíðuveðri og hafði nokkur fjöldi manna lagt leið sína á völlinn í kvöld.
Sterka menn vantaði í lið Suður Afríku og má þar nefna Quinton Fortune, leikmann Manchester United. Íslendingar voru þó líka án sterkra manna en t.d. vantaði Hermann Hreiðarsson í hóp íslenska landsliðsins í kvöld. Um vináttuleik var að ræða svo sex skiptingar voru leyfðar og einkenndist seinni hálfleikur einkum af mörgum skiptingum.
Leikurinn byrjaði mjög rólega og lítið var um færi fyrstu fimmtán mínútur leiksins. Liðin þreifuðu fyrir sér og reyndu að finna út veika bletti á andstæðingnum. Á sextándu mínútu slapp Kári Árnason inn fyrir vörn Suður Afríku en var stöðvaður af markverði Suður Afríku, Hans Vonk. Íslendingar voru á því að Vonk hefði fellt Káta og að vítaspyrna hefði því verið réttmæt en hinn írski dómari leiksins, David McKeon var á öðru máli. Skömmu síðar náði Heiðar Helguson skalla að marki sem reyndist hættulítill.
En Íslendingar héldu áfram að sækja og létu þetta mark ekki á sig fá. Á 31. mínúru geystist Eiður Smári Guðjohnsen upp vinstri kantinn og komst einn á móti Hans Vonk í marki Suður Afríku. Hann táar hins vegar boltann og skaut beint á Vonk. Af Vonk fór boltinn til Heiðars Helgusonar sem náði skoti en varnarmaður Suður Afríku komst fyrir boltann og setti hann út af. Í kjölfarið af þessum sóknartilburðum hljóp Íslendingum kapp í kinn. Eiður Smári tók laglega syrpu upp hægri kantinn og beið svo átekta eftir góðu tækifæri til að senda boltann. Þegar færi gafst gaf hann frábæra sendingu á Arnar Þór Viðarsson sem tók viðstöðulaust skot og skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið.
Eins og áður segir einkenndis síðari hálfleikur af mörgum skiptingum og nýttu Íslendingar allar sex skiptingar sínar. Þessar skiptingar virtust á engan hátt veikja liðið því í síðari hálfleik bætti það við tveimur mörkum og hefði getað bætt við fleirum hefðu leikmenn nýtt nokkur dauðafæri sem þeir fengu. Þriðja markið kom á 67. mínútu. Þá tók Veigar Páll Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður á 57. mínútu góða hornspyrnu inn í teig. Þar náði Heiðar Helguson að rífa sig lausan og náði þrumuskalla að marki sem hafnaði í netinu.
Íslendingar héldu áköfum sóknarleik sínum áfram eftir þetta og hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum. Suður Afríkumenn áttu fá svör og náðu ekki að svara fyrir sig. Leiknum lauk því með 4-1 sigri Íslendinga á liði Suður Afríku. Íslenska liðið lék mjög vel og ekki að sjá að tugir sæta séu á milli liðanna á styrkleikalista FIFA. Flestir leikmenn léku mjög vel og erfitt er að velja einhvern einn sem skaraði framúr. Úrslitin verða að teljast mjög góð úrslit fyrir landsliðið og þjálfara þess , þótt um vináttuleik sé að ræða og blásið öllum sem að liðinu koma sjálfstraust fyrir komandi verkefni.
Ísland
Árni Gautur Arason, Kristján Örn Sigurðsson (Gylfi Einarsson 46), Stefán Gíslason, Auðun Helgason, Indriði Sigurðsson (Haraldur Freyr Guðmundsson 80), Arnar Þór Viðarsson (Jóhannes Þór Harðarson 67), Grétar Rafn Steinsson (Bjarni Ólafur Eiríksson 63), Kári Árnason (Gunnar Heiðar Þorvaldsson 53), Tryggvi Guðmundsson (Veigar Páll Gunnarsson 57), Eiður Smári Guðjohnsen, Heiðar Helguson.
Ónotaður varamaður: Kristján Finnbogason.
Suður - Afríka:
Hans Vonk, Lucky Lekgwathi, Ricardo Katza, Aaron Mokoena (Bevan Fransman 34), Mbulelo Mabizela, Nasief Norris, Benedict Vilakazi (Elrio Van Heerden 73), Steven Pienaar, Sibusiso Zuma, Bennedict McCarthy (Phil Evans 46), Delron Buckley (Lungisani Ndlela 46)
Ónotaður varamaður: Rowan Fernandez.
Athugasemdir