Fótbolti.net hefur í sumar fengið þekkta einstaklinga til að spá í leiki umferðarinnar í Landsbankadeild karla. Gamla kempan Arnór Guðjohnsen spáði í úrslit 14.umferðar og fékk hann 1 stig af 15 mögulegum en hann giskaði á réttan sigurvegara í leik KR og ÍBV.
Einstaklingarnir sem spá fyrir okkur fá stig ef þeir eru getspakir. Fyrir að giska á réttan sigurvegara fær hann eitt stig en þrjú ef markatalan er líka rétt. Þannig er mest er hægt að fá 15 stig.
Staðan í keppninni:
1. Þorgrímur Þráinsson (5.umferð) 5 stig
2-4. Heimir Karlsson (2.umferð) 4 stig
2-4. Hilmar Björnsson (3.umferð) 4 stig
2-4. Eyjólfur Sverrisson (8.umferð) 4 stig
5. Pétur Pétursson (12.umferð) 3 stig
6-8. Guðni Bergsson (4.umferð) 2 stig
6-8. Hermann Gunnarsson (7.umferð) 2 stig
6-8. Sigurður Jónsson (10.umferð) 2 stig
9-11. Einar Kárason (9.umferð) 1 stig
9-11. Daníel Helgason (11.umferð) 1 stig
9-11. Arnór Guðjohnsen (14.umferð) 1 stig
12. Dóra Stefánsdóttir (6.umferð) 0 stig
Arnór skoraði á Loga Ólafsson annan af landsliðsþjálfurum Íslendinga til að spá í leiki 15.umferðar. Spá Loka og umsögn um leikina má sjá hér að neðan en hann skorar á Leif Helgason stjórnarmann hjá FH og framhaldsskólakennari til að spá í leiki 16.umferðar.
FH - Valur 2-1
Mér sýnist FH ekki vera að gefa neitt eftir. Valur sigraði ÍA á dögunum en átti það ekki skilið. Mér finnst Valur hafa frekar sýnt það á undanförnu að þeir séu að gefa eftir heldur en FH sem sýnir ekki slík merki. Ég tel að þarna verði jafn leikur og FH vinnur 2-1.
Keflavík - ÍA 0-1
Ég held að Skagamenn vinni 0-1. Eins og ég sagði áðan voru þeir rændir sigrinum á móti Val á dögunum og þeir töpuðu ósanngjarnt. Ég held að þeir rífi sig upp og vinni þennan leik 0-1.
ÍBV - Þróttur R. 1-1
Eyjamenn sýndu mjög góðan leik á dögunum á móti Grindavík. Það eru einhver skörð höggvin í lið Þróttar vegna leikbanna og meiðsla eftir leikinn á móti FH þannig að ég held að þeir skipti með sér stigunum í leiknum.
KR - Grindavík 2-2
Það hefur verið sveiflukenndur leikur hjá Grindavík, þeir hafa tilhneigingu til að rífa sig alltaf upp eftir áfall. Eins og eftir FH leikinn þá rifu þeir sig upp og unnu næsta leik en töpuðu svo fyrir Vestmannaeyjum. Þeir hafa áður sýnt það í botnbaráttunni að þeir gefa nú ekkert eftir og þeir ná stigi á móti KR. KR-ingar unnu síðasta leik og hafa verið að sýna af sér ágætis leiki að undanförnu en ég held að leikurinn endi samt sem áður 2-2.
Fram - Fylkir 2-1
Ef marka má síðustu leiki þá hafa Framarar frekar verið að bæta við sig á meðan Fylkismenn hafa gefið eftir og ég held að Fram vinni þennan leik 2-1.
Arnór Guðjohnsen (14.umferð) - 3 stig
Pétur Pétursson (12.umferð) - 3 stig
Daníel Helgason (11.umferð) - 1 stig
Sigurður Jónsson (10.umferð) - 2 stig
Einar Kárason (9.umferð) - 1 stig
Eyjólfur Sverrisson (8.umferð) - 4 stig
Hermann Gunnarsson (7.umferð) - 2 stig
Dóra Stefánsdóttir (6.umferð) - 0 stig
Þorgrímur Þráinsson (5.umferð) - 5 stig
Guðni Bergsson (4.umferð) - 2 stig
Hilmar Björnsson (3.umferð) - 4 stig
Heimir Karlsson (2.umferð) - 4 stig
Athugasemdir