Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 02. september 2005 19:49
Magnús Már Einarsson
Króatía sigraði Ísland í U-21
Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslendinga.
Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslendinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatía sigraði Ísland 2-1 í undankeppni EM Í U-21 árs karlalandsliðum á KR-velli í dag. Króatar komust yfir eftir um hálftíma leik þegar að Eduardo Da Silva skoraði fallegt mark með skoti upp í bláhornið hægra megin úr teignum.

Íslenska liðið hóf síðari hálfleikinn af krafti en Króatar komust hinsvegar í 2-0 þegar að Luka Modric skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Da Silva féll í teignum eftir viðskipti sín við Davíð Þór. Da Silva datt reyndar með tilþrifum og spurningin er hvort að Meir Levi dómari frá Ísrael hafi tekið rétta ákvörðun með því að dæma vítaspyrnu.

Þegar um fimm mínútur voru til leiksloka átti varamaðurinn Eyjólfur Héðinsson skot hægra megin í teignum sem fór í hendina á varnarmanni Króata. Levi dæmdi vítaspyrnu eftir ábendingu frá aðstoðaradómaranum. Emil Hallfreðsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi en það dugði ekki og lokatölur 2-1 fyrir Króötum.

Íslendingar sem voru án nokkurra lykilmanna í leiknum í dag eru sem fyrr í 4.sæti riðlsins með 7 stig en Króatar eru á toppnum með 18.
Athugasemdir
banner
banner
banner