Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 11. september 2005 04:02
Magnús Már Einarsson
Spámaður 17.umferðar - Emil Hallfreðsson
Spá Emils er gífurlega skemmtileg lesning.
Spá Emils er gífurlega skemmtileg lesning.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hefur í sumar fengið þekkta einstaklinga til að spá í leiki umferðarinnar í Landsbankadeild karla. Leifur Helgason stjórnarmaður hjá FH spáði í 16.umferð og fékk hann 1 stig af 15 mögulegum með því að giska á réttan sigurvegara í leik Þróttar og KR.

Einstaklingarnir sem spá fyrir okkur fá stig ef þeir eru getspakir. Fyrir að giska á réttan sigurvegara fær hann eitt stig en þrjú ef markatalan er líka rétt. Þannig er mest er hægt að fá 15 stig.


Staðan í keppninni:
1. Þorgrímur Þráinsson (5.umferð) 5 stig
2-4. Heimir Karlsson (2.umferð) 4 stig
2-5. Hilmar Björnsson (3.umferð) 4 stig
2-5. Eyjólfur Sverrisson (8.umferð) 4 stig
2-5. Logi Ólafsson (15.umferð) 4 stig
6. Pétur Pétursson (12.umferð) 3 stig
7-9. Guðni Bergsson (4.umferð) 2 stig
7-9. Hermann Gunnarsson (7.umferð) 2 stig
7-9. Sigurður Jónsson (10.umferð) 2 stig
10-13. Einar Kárason (9.umferð) 1 stig
10-13. Daníel Helgason (11.umferð) 1 stig
10-13. Arnór Guðjohnsen (14.umferð) 1 stig
10-13. Leifur Helgason (16.umferð) 1 stig
13. Dóra Stefánsdóttir (6.umferð) 0 stig


Leifur skoraði á Emil Hallfreðsson leikmann Tottenham að spá í leiki 17.umferðarinnar. Spá Emils má sjá hér að neðan og er hún ansi skemmtileg en hann skorar á Davíð Oddsson, Clint Eastwood eða Sölva Geir Ottesen til að spá í leiki 18.umferðarinnar.


KR 2 - 3 Valur
Held að Valsarar nái að merja sigur á vesturbæjarstórveldinu. Þetta verðurgífurlega spennandi leikur allt til enda en er ég alveg viss um að Steinþór Gíslason eigi eftir að tryggja Valsmönnum sigurinn á 86 mín með eitt af mörkum ársins. Hin mörk Vals mun Sizzi Júll og Kristinn Lárusson skora.... Hjá KR mun Jökull Elísarbetarson og Matute sjá um að skora.


ÍBV 5 - 0 ÍA
Eyjamenn eiga eftir að valta yfir lið ÍA og mun Óli Þórðar ekki eiga nein svör við leik lærisveina Lauga Baldurs. Ég spái því að Heimir Guðmundsson eigi eftir að koma eyjamönnum í 1-0 með skallamarki eftir fyrirgjöf Andra Ólafs en síðan á Andrew Sam eftir að setja síðustu 4 mörkin og koma sér inn á topp 10 listann yfir markahæstu menn Íslandsmótsins. Vantar reyndar Pésa Sig hjá Eyjamönnum sem hefur verið iðinn við kolann í sumar sem er farinn í nám til Boston en hef núna fulla trú á Andrew Sam.


Keflavík 2 - 3 Fram
Keflavík á eftir að byrja af krafti og munu leiða í hálfleik 2-0 með mörkum frá Jónasi Guðna Sævarssyni en hann á eftir að setjann með skalla eftir fyrigjöf frá Gunnari Hilmari Sisqó, Hitt mark Keflavíkinga mun Þórarinn Krisjánsson skora úr víti enda er þar góð vítaskytta á ferð.... En í seinni hálfleik mun leikurinn algjörlega breytast og er greinilegt að Óli K mun hafa messað yfir sínum mönnum í hálfleik því eftir aðeins 50 mínutna leik minnkar Víðir Leifsson muninn með marki eftir gott einstaklingsframtak. Síðan skorar Tóti ( lýsari enska boltans) mark eftir hornspyrnu sem Ómar Hákonarson tekur en er hann þekktur fyrir sínar ensku sendingar. Síðan mun Víðir Leifs skora sitt annað mark og einnig sigurmarkið úr víti þegar komið er yfir venjulegann leiktíma... Góður útisigur hjá Frömmurum......


FH 6 - 0 Fylkir
Það er allt í volli í herbúðum Fylkismanna og mun það taka sinn toll í þessum leik. Nýjir þjálfarar búnir að taka við liði Fylkis en held ég að það muni ekkert virka í þessum leik þar sem FH-ingarnir verða ON FIRE eins og Lloyd Banks segir... Þeir sem munu setja mörk FH í þessum leik eru = Freyr Bjarna 1, Heimir Guðjóns 2, Jón Ragnar Jónsson 1, Atli Viðar 1 og Ármann 1...... Síðan spái ég því að Davíð Þór Viðars eigi eftir að skora löglegt mark sem á eftir að verða dæmt af eftir rangstæðu, enda á hann ekkert skilið að skora nema 1 mark á seasoni..... Til hamingju með titilinn FH-ingar.......


Þróttur 3 - 4 Grindavík
Þetta er fallslagur og á þetta eftir að verða einn rosalegasti leikur ársins.... Spái hinsvegar að Grindavík eigi eftir að taka þetta á endanum með mörkum frá Grétari Hjartarsyni ( Tvöfallt ) og Óskar Örn Hauksson 1 og Mattias Jack 1. Mörk Þróttara munu Páll Einarsson, Sören Hermannsen og Jens Sævarsson skora...... Grindavík bjargar sér... Til hamingju með það Kalli Bjarni og aðrir stuðningsmenn Grindavíkur......


Leifur Helgason (16.umferð) - 1 stig
Logi Ólafsson (15.umferð) - 4 stig
Arnór Guðjohnsen (14.umferð) - 3 stig
Pétur Pétursson (12.umferð) - 3 stig
Daníel Helgason (11.umferð) - 1 stig
Sigurður Jónsson (10.umferð) - 2 stig
Einar Kárason (9.umferð) - 1 stig
Eyjólfur Sverrisson (8.umferð) - 4 stig
Hermann Gunnarsson (7.umferð) - 2 stig
Dóra Stefánsdóttir (6.umferð) - 0 stig
Þorgrímur Þráinsson (5.umferð) - 5 stig
Guðni Bergsson (4.umferð) - 2 stig
Hilmar Björnsson (3.umferð) - 4 stig
Heimir Karlsson (2.umferð) - 4 stig


Athugasemdir
banner
banner
banner