Þróttur sigraði Grindavík 3-2 á heimavelli í dramatískum leik í dag þar sem tvö mörk komu í viðbótartíma en þarna mættust tvö neðstu liðin í deildinni.
Hjá Þrótti var hinn efnilegi Haukur Páll Sigurðsson í leikbanni og í hans stað kom Hallur Hallsson inn á miðjuna. Kristinn Hafliðason var í miðverðinum og Páll Einarson fyrirliði var í fremstu víglínu ásamt Þórarinni Brynjari Kristjánssyni. Grindvíkingar voru án lykilmanna því Sinisa Kekic, Mathias Jack og Mounir Ahandour voru allir í leikbanni.
Fyrir leik spörkuðu leikmenn liðanna boltum upp í stúku og gekk það misvel hjá þeim en þess má geta að Grindvíkingar fjölmenntu á leikinn og studdu sína menn vel. Leikurinn byrjaði síðan nokkuð rólega en á 9.mínútu átti Hallur hörkuskot fyrir utan teig sem fór í stöngina og út.
Grindvíkingar áttu fínan kafla eftir um 20 mínútur og sóttu mikið en Fjalar Þorgeirsson var öruggur í marki Þróttara. Á 32.mínútu átti
Kristinn Hafliðason átti skot úr aukaspyrnu ekki löngu síðar sem Boban varði af öryggi. Skömmu fyrir leikhlé átti Jens Elvar Sævarsson hörkuskot sem Boban sló út í teiginn en Þróttarar náðu ekki frákastinu og Grindvíkingar fengu að lokum aukaspyrnu. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og staðan markalaus í leikhléi.
Í upphafi síðari hálfleiks lék Óskar Örn Hauksson inn á miðjuna frá vinstri kantinum og hann átti hörkuskot sem Fjalar varði í horn. Skömmu síðar fór boltinn af Kristni Hafliðasyni og stefndi í bláhornið á hans eigin marki en Fjalar varði vel.
Á 55.mínútu kastaði Boban boltanum fram á Guðmund Andra Bjarnason, Halldór Hilimisson vann boltann og skoraði með hörkuskoti niður í hornið af um 25 metra færi.
Þegar um það bil 20 mínútur voru til leiksloka átti Halldór hörkuskot úr vítateigsboganum fyrir Þrótt en Boban varði í horn. Milan Stefán Jankovoic gerði breytingu á liðsuppstillingu Grindvíkinga eftir markið og setti Óla Stefán Flóventsson í fremstu víglínu.
Á 76.mínútu var Guðmundur Andri með boltann inni í teignum við endalínu hægra megin. Hann lagði boltann út á Paul McShane, hann var í mjög þröngu færi hægra megin í markteignum en hann þrumaði boltanum upp í þaknetið og jafnaði.
Á 82.mínútu átti Jens Elvar Sævarsson sendingu inn á Pál Einarsson fyrirliða Þróttar sem tók á móti boltanum með hendinni og vippaði yfir Boban í markinu af stuttu færi. 2-1 fyrir Þrótti en markið umdeilt í meira lagi og Grindvíkingar voru líka allt annað en sáttir við Gísla Hlyn Jóhannsson dómara leiksins.
Fjórum mínútum síðar átti Robert Niestroj skot sem fór af varnarmanni Þróttar en Fjalar rét náði að slá boltann framhjá. Á 90.mínútu lék Óskar Örn á varnarmann á vinstri kantinum og sendi fyrir á Niestroj sem skallaði í stöngina og inn og jafnaði 2-2.
Þróttarar brunuðu í sókn og eftir baráttu í teignum náði Ingvi Sveinsson boltanum og skoraði sigurmarkið með fínu skoti niður í hornið og fagnaði hann innilega ásamt félögum sínum. Á lokasekúndum viðbótartímans átti Óli Stefán hjólhestarspyrnu sem fór ofan á þaknetið og yfir.
Þróttar eru því komnir með 13 stig með þessum sigri en Grindavík er sem fyrr með 15 stig. Fram og ÍBV eru með 17 stig og því þarf Grindavík að sigra Keflavík í síðustu umferðinni og treysta á að Fram eða ÍBV tapi sínum leik til að halda sæti sínu í deildinni.
Ónotaðir varamenn: Andri Fannar Helgason (M), Davíð Logi Gunnarsson.
Grindavík: Boban Savic, Sveinn Þór Steingrímsson, Óli Stefán Flóventsson, Óðinn Árnason, Eyþór Atli Einarsson, Guðmundur Andri Bjarnason, Eysteinn Hauksson, Paul McShane, Robert Niestroj, Óskar Örn Hauksson, Magnús Sverrir Þorsteinsson.
Ónotaðir varamenn: Helgi Már Helgason (M), Emil Daði Símonarson, Páll Guðmundsson, Bogi Rafn Einarsson.
Vallaraðstæður: Fínar.
Veður: 12 stiga hiti, létt gola og sól.
Skemmtanagildi: 8,5
Maður leiksins: Fjalar Þorgeirsson (Þróttur R.)
Áhorfendur: 456
Athugasemdir