Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 16. september 2005 11:39
Hafliði Breiðfjörð
Heinze frá út mest allt tímabilið
Heinze borinn útaf í leiknum gegn Villareal
Heinze borinn útaf í leiknum gegn Villareal
Mynd: Getty Images
Gabriel Heinze varnarmaður Manchester United verður frá keppni út mest allt tímabilið en nú hefur komið í ljós að krossbönd í hné eru sködduð. Heinze sem er 27 ára gamall Argentínumaður meiddist í tæklingu við Jan Kromkamp leikmann Villareal í leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunnni.

Meiðsli hans eru mikið áfall fyrir United sem einnig verða án Roy Keane næstu vikurnar vegna meiðsla á hásin.

Gary Neville, Wes Brown, Louis Saha, Quinton Fortune og Ole Gunnar Solskjaer eru einnig á meiðslalista.

Líklegt er talið að Kieran Richardson leysi bakvarðarstöðuna hjá Man Utd gegn Liverpool á sunnudag en hann kom inná fyrir hann í Villareal leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner