ÍBV heldur sér uppi þrátt fyrir tap gegn Fylki í Árbænum en aðeins munar einu marki á markatölunum hjá Fram og ÍBV! Ragnar Sigurðsson skoraði eina markið í leiknum í Árbæ í dag en samt sem áður fögnuðu Eyjamenn tilverurétti sínum í deildinni en Fylkismenn enda mótið í fimmta sæti.
Grindvíkingar unnu 2-1 sigur á grönnum sínum í Keflavík á heimavelli. Það var Óli Stefán Flóventsson sem skoraði seinna mark Grindvíkinga og úrslitamarkið en Eysteinn Húni Hauksson kom heimamönnum í 1-0 áður en Guðmundur Steinarsson jafnaði fyrir Keflvíkinga. Óli Stefán og félagar fögnuðu sem Íslandsmeistarar
væru en þeir hafa aldrei fallið úr efstu deild á Íslandi.
Framarar voru 4-0 undir eftir að Auðun Helgason, Ármann Smári Björnsson og Tryggvi Guðmundsson (2) höfðu skorað þegar Ríkharður Daðason kom inná og skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Ef leikurinn hefði endað 4-1 hefðu Framarar haldið sér uppi en Tryggvi skoraði svo sitt þriðja mark á 92. mínútu og felldi Fram!
Skagamenn unnu góðan 2-1 sigur á KR-ingum og Þróttarar sigruðu Valsmenn með sömu markatölu en á útivelli. Skagamenn enda því með jafn mörg stig og Valur en með slakari markatölu og ljúka því keppni í þriðja sæti en Þróttarar verma enn botnsætið.
Framarar leika því í 1. deild að ári ásamt Þrótturum en aðrir nýliðar í þeirri deild verða Leiknir og Stjarnan sem koma upp úr 2. deild. Breiðablik og Víkingur verða aftur á móti í Landsbankadeildinni næsta sumar.
Lokastaðan:
Félag | L | U | J | T | Mörk | Net | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FH | 18 | 16 | 0 | 2 | 53 - 11 | 42 | 48 |
2 | Valur | 18 | 10 | 2 | 6 | 29 - 16 | 13 | 32 |
3 | ÍA | 18 | 10 | 2 | 6 | 24 - 20 | 4 | 32 |
4 | Keflavík | 18 | 7 | 6 | 5 | 28 - 31 | -3 | 27 |
5 | Fylkir | 18 | 8 | 2 | 8 | 28 - 28 | 0 | 26 |
6 | KR | 18 | 8 | 1 | 9 | 22 - 24 | -2 | 25 |
7 | Grindavík | 18 | 5 | 3 | 10 | 23 - 41 | -18 | 18 |
8 | ÍBV | 18 | 5 | 2 | 11 | 18 - 30 | -12 | 17 |
9 | Fram | 18 | 5 | 2 | 11 | 19 - 32 | -13 | 17 |
10 | Þróttur R. | 18 | 4 | 4 | 10 | 21 - 32 | -11 | 16 |
Úrslit dagsins:
Fram 1-5 FH
0-1 - Auðun Helgason
0-2 - Ármann Smári Björnsson
0-3 - Tryggvi Guðmundsson
0-4 - Tryggvi Guðmundsson
1-4 - Ríkharður Daðason
1-5 - Tryggvi Guðmundsson
Grindavík 2-1 Keflavík
1-0 - Paul McShane
1-1 - Guðmundur Steinarsson
2-1 - Óli Stefán Flóventsson
Fylkir 1-0 ÍBV
1-0 - Ragnar Sigurðsson
Valur 1-2 Þróttur
0-1 - Jens Elvar Sævarsson
1-1 - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
1-2 - Kjartan Sturluson (sjálfsmark)
ÍA 2-1 KR
1-0 - Dean Martin
2-0 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson
2-1 - Sigurvin Ólafsson