Nú í hádeginu var lið ársins í 2.deild karla opinberað á Broadway, Hótel Íslandi. Fótbolti.net fylgdist best allra fjölmiðla með 2.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins auk efnilegasta leikmanninum.
Það eru Lottósport og KLM Verðlaunagripir sem gefa verðlaunin í vali á liði ársins
Markvörður:
Gísli Eyland Sveinsson (Tindastóll)
Varnarmenn:
Bjarki Már Árnason (Tindastóll)
Ómar Valdimarsson (Selfoss) - Var einnig í liði ársins í 2.deild 2003 og 2004
Snorri Már Jónsson (Njarðvík)
Steinarr Guðmundsson (Leiknir R.)
Miðjumenn:
Goran Lukic (Stjarnan)
Haukur Gunnarsson (Leiknir R.) - Var einnig í liði ársins í 2.deild 2004
Sverrir Þór Sverrisson (Njarðvík)
Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.)
Sóknarmenn:
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Dragoslav Stojanovic (Stjarnan)
Varamannabekkur:
Atli Knútsson (Stjarnan), markvörður
Gunnar Jarl Jónsson (Leiknir R.), varnarmaður
Simon Karkov (Leiknir R.), miðjumaður
Arilíus Marteinsson (Selfoss), miðjumaður
Jakob Spangsberg (Leiknir R.), sóknarmaður
Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Elías Örn Einarsson (Selfoss), Friðrik Árnason (Njarðvík), Hannes Þ Halldórsson (Afturelding), Srdjan Rajkovic (Fjarðabyggð), Árni Kristinn Skaptason (Leiftur/Dalvík), Valur Gunnarsson (Leiknir R.)
Varnarmenn: Albert Arason (Afturelding), Andri Sveinsson (Huginn), Birkir Pálsson (Huginn), Brynjar Þór Gestsson (Huginn), Einar Ottó Antonsson (Selfoss), Freyr Alexandersson (Leiknir R.), Goran Nikolic (Fjarðabyggð), Halldór Halldórsson (Leiknir R.), Helgi Jones (Fjarðabyggð), Jón Fannar Guðmundsson (Njarðvík), Ljubisa Radovanovic (Huginn), Ragnar Árnason (Stjarnan), Þórarinn Máni Borgþórsson (Huginn), Þorbergur Ingi Jónsson (Fjarðabyggð), Valdimar Kristófersson (Stjarnan), Valur Adolf Úlfarsson (ÍR), Víglundur Einarsson (Fjarðabyggð).
Miðjumenn: Andri Sveinsson (Huginn), Bernharður Guðmundsson (Stjarnan), Brynjólfur Bjarnason (Selfoss), Grétar Örn Ómarsson (Fjarðabyggð), Gunnar Sveinsson (Njarðvík), Halldór Jónsson (Fjarðabyggð), Helgi Pjetur Jóhannsson (Leiknir R.), Kristján Ari Halldórsson (ÍR), Lewis Dodds (Selfoss), Magnús Már Þorvarðarson (Leiknir R.), Marteinn Guðjónsson (Njarðvík), Michael J. Jónsson (Njarðvík), Ómar Rafnsson (Huginn), Pétur Svansson (Leiknir R.), Rafn Markús Vilbergsson (Njarðvík), Sasa Durasovic (Leiftur/Dalvík), Þorvaldur Árnason (Afturelding), William Þorsteinsson (Leiftur/Dalvík)
Sóknarmenn: Atli Heimisson (Afturelding), Einar Örn Einarsson (Leiknir R.), Ilic Mladen (Tindastóll), Ingþór Guðmundsson (Selfoss).
Þjálfari ársins: Garðar Ásgeirsson, Leiknir
Garðar náði að koma Leiknismönnum upp í 1.deild á sínu öðru ári með félaginu. Leiknir kom liða mest á óvart í fyrra og var hársbreidd frá því að komast upp eftir að hafa unnið sér sæti í 2.deildinni árið á undan, í ár tókst liðinu síðan að byggja á árangrinum í fyrra og komst alla leið. Garðar er ungur þjálfari en hefur starfað hjá Leikni í fjöldamörg ár. Leiknismenn höfðu engan aðstoðarþjálfara í ár þannig að nóg var að gera hjá Garðari en árangurinn hefði ekki getað verið betri, sigur í neðri deild Deildabikarsins og svo sigur í 2.deild 2005.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Brynjar Þór Gestsson (Huginn), Elvar Jónsson (Fjarðabyggð), Helgi Bogason (Njarðvík), Jörundur Áki Sveinsson (Stjarnan), Nói Björnsson (Leiftur/Dalvík).
Leikmaður ársins: Guðjón Baldvinsson, Stjarnan
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Árni Skaptason (Leiftur/Dalvík), Dragoslav Stojanovic (Stjarnan), Goran Lukic (Stjarnan), Goran Nikolic (Fjarðabyggð), Haukur Gunnarsson (Leiknir R.), Jakob Spangsberg (Leiknir R.), Rafn Markús Vilbergsson (Njarðvík), Simon Karkov (Leiknir R.), Steinarr Guðmundsson (Leiknir R.), Sverrir Þór Sverrisson (Njarðvík), Valur Adolf Úlfarsson (ÍR).
Efnilegasti leikmaðurinn: Guðjón Baldvinsson, Stjarnan
Guðjón er lykillinn að því að Stjörnumönnum tókst að komast á nýjan leik upp í 1.deildina eftir þau gríðarlegu vonbrigði þegar liðið féll í fyrra. Guðjón varð markakóngur 2.deildar í sumar með 14 mörk í 17 leikjum sem er frábær árangur, ekki síst þegar litið er til þess að hann er á nítjánda aldursári. Guðjón er þessa stundina staddur í Sviss þar sem hann er til reynslu hjá liði St Gallen. Stórefnilegur leikmaður en hann var bæði kjörinn besti og efnilegasti leikmaður 2.deildar sem segir það sem segja þarf!
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Atli Heimisson (Afturelding), Halldór Halldórsson (Leiknir R.), Kristján Ari Halldórsson (ÍR), Rúnar Már Sigurjónsson (Tindastóll).
Ýmsir molar:
- Alls fengu sex menn frá Leikni atkvæði í liði ársins sem varnarmenn. Þá fengu sex leikmenn atkvæði á miðjunni frá liðinu og samtals 14 leikmenn frá Leikni fengu atkvæði.
- Alls fengu tólf leikmenn atkvæði í vali á besta leikmanninum.
- Allir þjálfararnir og fyrirliðarnir nema tveir völdu Guðjón Baldvinsson í framlínuna í liði sínu. Guðjón fékk því 16 atkvæði af 18 mögulegum.
- Fimm Njarðvíkingar fengu atkvæði á miðjuna.
- Helgi Pjetur Jóhannsson leikmaður Leiknis var eini leikmaðurinn til að fá atkvæði í lið ársins í vörn, miðju og sókn.
Smellið hér til að skoða lokastöðuna í 2.deildinni
Smellið hér til að sjá lið ársins í 2.deild 2004
Smellið hér til að sjá tölfræðiupplýsingar úr deildinni
Athugasemdir