Keppni í 1.deild karla lauk síðasta föstudag. Í hádeginu í dag mun Fótbolti.net kynna lið ársins í deildinni og kjör á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanni á Hótel Íslandi en það verður síðan allt birt hér á síðunni um leið.
Breiðablik sigraði í deildinni án þess að bíða ósigur í nokkrum leik og kemst upp í úrvalsdeildina ásamt Víkingi Reykjavík sem hafnaði í öðru sæti. Völsungur og KS verða hins vegar að bíta í það súra epli að kveðja deildina og leika í 2.deild að ári.
Smellið hér til að skoða lokastöðuna í 1.deildinni
Markahæstu leikmenn: (víti - fjöldi leikja)
11 - Jóhann Þórhallsson, KA (1-16)
10 - Atli Guðnason, Fjölnir (1-18)
10 - Pálmi Rafn Pálmason, KA (0-18)
7 - Andri Valur Ívarsson, Völsungur (1-16)
7 - Tómas Leifsson, Fjölnir (0-16)
7 - Hilmar Rafn Emilsson, Haukar (0-16)
7 - Hreinn Hringsson, KA (1-18)
Stigasöfnun:
- Ef aðeins eru tekin stig á heimavelli hafnar Víkingur í 1.sæti en Breiðablik í öðru.
- Ef aðeins væru tekin stig á útivelli hefði KA komist upp með Blikum.
- Völsungur fékk aðeins tvö stig á útivelli í sumar.
- Breiðablik fékk flest stig á útivelli í sumar eða 23.
Mörk skoruð:
- Víkingur Reykjavík skoraði flest mörk eða 41. KA kom þar á eftir með 40.
- Breiðablik skoraði mest á útivelli, átján af 32 mörkum sínum.
- KS skoraði fæst mörk, aðeins fjórtán.
- KS skoraði aðeins fimm mörk í heimaleikjum sínum.
- HK skoraði fæst mörk á útivelli, aðeins sex mörk.
Mörk fengin á sig:
- Víkingur Reykjavík fékk fæst mörk á sig, níu. Þar af komu fimm á heimavelli þeirra.
- Breiðablik fékk næstfæst mörk á sig, þrettán talsins.
- Botnlið KS fékk flest mörk á sig, alls 35.
- Fjölnir fékk flest mörk á sig á útivelli, 21 mark.
- Þór fékk flest mörk á sig á heimavelli, sextán mörk.
Mínútur:
- Alls voru skoruð sextán mörk á 90.mínútu í 1.deildinni í sumar!
- Þá var mikið skorað á mínútum 7, 24, 69, 85 og 89 eða sex mörk á hverri.
- Ekkert mark var skorað á fyrstu mínútu.
- Aðeins eitt mark kom á "markamínútunni", 43.mínútu.
- Alls litu sautján gul spjöld dagsins ljós á 90.mínútu.
- Eitt rautt spjald var gefið á 1.mínútu.
- Fjögur rauð spjöld voru gefin á 90.mínútu.
Spjaldasöfnun liða:
- Þór fékk flest rauð spjöld, sjö talsins.
- Völsungur fékk flest gul spjöld eða 40.
- HK og KA fengu engin rauð spjöld.
- Breiðablik fékk fæst gul spjöld, 28.
Methafar:
- Olgeir Sigurgeirsson úr Breiðablik skoraði úr flestum vítum eða fimm af sex mörkum sínum.
- Ármann Pétur Ævarsson úr Þór fékk flest rauð spjöld í sumar, þrjú.
- Milan Janosevic úr Völsungi fékk flest gul spjöld, sjö alls. Hann fékk þó ekkert rautt.
Athugasemdir