Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 29. september 2005 06:46
Hin Hliðin - Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Einu sinni í viku sýna knattspyrnumenn á sér Hina Hliðina hér á Fótbolti.net og að þessu sinni er það hinn stórefnilegi Guðjón Baldvsinsson framherji Stjörnunnar sem gerir það. Guðjón varð markahæsti leikmaður 2. deildarinnar á Íslandi í sumar en hann er aðeins 19 ára gamall.

Á hófi Fótbolta.net í síðustu viku var Guðjón svo útnefndur besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar en hann er einstaklega vel að báðum titlunum kominn.

Guðjón dvelst nú hjá St. Gallen í Sviss þar sem hann er til reynslu en hann kemur heim á morgun eftir stranga dvöl eins og lesa má í þessu viðtali sem Fótbolti.net tók við Guðjón í síðustu viku.



Fullt nafn: Guðjón Baldvinsson

Gælunafn: Gaui

Aldur: 19

Giftur/sambúð: Á gullfallega kærustu, Inga Hrönn heitir hún ;)

Börn: Nei takk, ekki strax :)

Hvað eldaðir þú síðast? Hmmmm... það voru kjúklingabringur með mömmu, hún reynir að kenna mér að elda svona einstaka sinnum.

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Þegar ég fer á Pizza Hut þá er ekkert annað en Supreme sem kemur til greina en oftast er það nú bara pepp og X-ostur

Hvernig gemsa áttu? Sony Ericsson

Uppáhaldssjónvarpsefni? King of Queens er snilld, Family Guy, Strákarnir eru alltaf góðir og Jay Leno

Besta bíómyndin? Þær eru nokkrar en Dumb & Dumber stendur alltaf uppúr... algjört meistaraverk

Hvaða tónlist hlustar þú á? Rokk og Rapp, samt meira á rapp

Uppáhaldsútvarpsstöð? X-FM ( Capone ) og FM 95.7

Uppáhaldsdrykkur? Ískalt Pepsi með pizzunni

Uppáhaldsvefsíða? www.b2.is og www.fotbolti.net

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?) Já svona aðeins, ég verð alltaf að spila í boxer nærbuxum, þá gengur mér vel ;)

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Er það ekki bara með því að ná af honum boltanum og vera alltaf utan í honum... svo er auðvitað alltaf jaft gaman að skora

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Haukum

Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ronaldo og Cantona

Erfiðasti andstæðingur? Valdi Kristó.. helvíti öflugur

EKKI erfiðasti andstæðingur? Pass :)

Besti samherjinn? Liðið í sumar

Sætasti sigurinn? Þegar við unnum Leiftur Dalvík í sumar og komumst upp eftir leikinn.. það var snilld

Mestu vonbrigði? þegar ég meiddist í fyrra og missti af öllu sumrinu... það var viðbjóður!

Uppáhalds lið í enska boltanum? Manchester United

Uppáhaldsknattspyrnumaður? C. Ronaldo í man.utd

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Það eru svo margir að koma fram núna.. en ég myndi segja Bjarni Þór í Everton

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Gunni í vörninni þykir algjör sykurpúði

Fallegasta knattspyrnukonan? Fylgist svo lítið með þar.. verð að segja pass :/

Grófasti leikmaður deildarinnar? Það voru margir grófir í sumar en ef spurningin hefði verið grófasti þjálfarinn þá hefði ég sagt Jöri... 2 rauð spjöld í sumar haha

Besti íþróttafréttamaðurinn? Þeir eru margir góðir en mér fannst alltaf jaft gaman af því þegar Höddi varð brjálaður þegar það kom mark í leikjum sem hann var að lísa... algjör meistari..

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Pass :)

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Það falla allir í skuggan á Dolla (
Adolf Sveinsson ) sem er því miður hættur, hann var rosalegur, hvert sem
við fórum þá var hann kominn með einhverjar stelpur, magnaður.. get ekki
dottið neinn annan í hug eftir að hafa séð til hans hehe

Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei ekki í leik, en ég held að það hafi nú alveg komið fyrir á æfingu.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Hehe ég man eftir þvi í sumar þegar Jöri fékk rautt fyrir að reyna að kasta skó í línuvörðinn, ég fer alltaf að hlæja þegar ég hugsa um það.. hann reyndar
kastaði langt frá honum en dómarinn taldi hann hafa verið að kasta í áttina
að honum og rak hann burt..

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei ég reyndi það samt einu sinni en ég tapaði alltaf þannig ég hætti bara

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Ég var 15 eð 16 man ekki alveg

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Algjör snilld, þið eruð að gera góða hluti ;)

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Já á hverjum degi

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? ég er sáttur við reglurnar eins og þær eru held ég.

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Robbie Williams, Snoop Dogg og Eminem

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Sprettir pottþétt..

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Drési Loga

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Ísland er alltaf best... sérstaklega þegar maður er búinn að vera úti og kemur aftur heima... það er besta tilfinning í heimi

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Úfff ef ég er að fara í skólann þá tekur það langan tíma.. en ef það er eitthvað skemmtilegt eins og æfing eða leikur eða eitthvað svoleiðis þá er maður eldsnöggur, annars er ég ekki mikill morgunmaður :)

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Eiður Smári, þurfti að ganga í gegnum erfið meiðsli en er núna í einu besta liði í heimi í fótbolta, það er rosalegt

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Jaa svona... ég ætla að reyna að kíkja á handboltaleiki í vetur, þvílík stemning fyrir því í Garðabænum í vetur.

Hver er uppáhalds platan þín? Nirvana - In Utero

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Hmmm ég bara man það ekki hehe

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas, Predator

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Íslensku og Efnafræði
Athugasemdir
banner
banner