Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
   fim 27. október 2005 16:58
Magnús Már Einarsson
Baldur til Brussel á reynslu í næstu viku
Baldur í úrslitaleik VISA-bikarsins.
Baldur í úrslitaleik VISA-bikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson mun í næstu viku fara til belgíska FC Brussels á reynslu. Baldur sem er fyrrum leikmaður ÍA rifti á dögunum samning sínum við Val og ætlar hann að reyna að komast að erlendis.

Ef Baldri tekst það ekki verður hann væntalega áfram hjá Val en hann skoraði mark liðsins þegar að það sigraði Fram 1-0 í úrslitum VISA-bikarsins í haust. Þá skoraði Baldur fjögur mörk í sextán leikjum í Landsbankadeildinni í sumar.

FC Brussels er sem stendur í tíunda sæti í belgísku deildinni með 13 stig eftir ellefu leiki.
Athugasemdir
banner