Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. apríl 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ensku leikmannasamtökin: Launaskerðing kæmi niður á heilbrigðiskerfinu
Mynd: Getty Images
Fyrirliðar liðanna í ensku úrvalsdeildinni funduðu í gær og ræddu þar um mögulega launalækkun leikmanna í efstu deild á Englandi.

Mikil pressa er á þeim að taka á sig launalækkun og skilja þeir mikilvgægi þess en benda jafnframt á gallana við það.

Rætt um 30% launalækkun og myndi það kosta skattinn 200 milljónir punda því leikmenn borga jú dágóða summu í skatt. Sú upphæð er nauðsynleg ríkissjóði og hjálpar kerfinu í heild.

Leikmenn vilja hjálpa til en þeir vilja að peningurinn sé nýttur í rétta hluti. Þeir vilja hjálpa sínum félögum, neðri deildar félögum, starfsmönnum félaganna sem og kerfinu.

Yfirlýsing leikmannasamtakanna:

Allir leikmenn vilja og munu taka þátt í að leggja fram veruleg fjárframlög á þessum fordæmalausu tímum. Leitað er að lausn. Leikmenn eru meðvitaðir að sem skattgreiðendur þá eru samanlagðar skattgreiðslur þeirra mikið framlag í að halda gangandi mikilvægri opinberi þjónustu - sem er nauðsynleg á þessum tímum.

30% launalækkun mun kosta skattinn háa upphæð sem er skaðlegt fyrir heilbrigðiskerfið og aðra þjónustu. 30% lækkun hljóðar upp á 500 milljónir í launalækkun fyrir árið og 200 milljónir sem færi í skatt.
Athugasemdir
banner
banner
banner