Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 28. október 2005 13:14
Magnús Már Einarsson
Eigandi Dinamo ætlar að fá C. Ronaldo og Scolari
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Alexei Fedorichev eigandi Dinamo Moskvu segist ætla að kaupa Cristiano Ronaldo kantmann Manchester United og fá Luiz Felipe Scolari landsliðsþjálfara Portúgala til að þjálfa liðið.

Nuno Maniche, Costinha, Giourkas Seitaridis og Derlei eru á meðal leikmanna sem Dinamo hefur keypt en liðinu hefur gengið illa og verður þjálfarinn Ivo Wortman væntanlega látinn fara á næstunni.

Fedorichev sgaði við Sovietskiy Sport: ,,Scolari mun koma til Rússlands í næstu viku. Í augnablikinu er hann í Brasilíu að fá vegabréf til að komast til Rússlands. Hann vill vita meira um Moskvu og Rússland. Ég mun sýna honu hjá höfuðborg okkar, skemmta honum á veitingastöðum og sýna honum lífið í Dinamo."

Síðan fór hinn bjartsýni Fedorichev að tala um Ronaldo. Hann sagði: ,,Cristiano Ronaldo? Það er ekki ómögulegt og mér er klárlega alvara. Ég átti samtal við Cristiano og hann segist vera tilbúinn að spila með Dinamo. Að sjálfsögðu er þetta ekki staðreynd, hann hefur mikilvægari málum að sinna á Englandi í lífi sínu í augnablikinu svo við töluðum ekki um þetta á raunhæfum nótum."

Spennandi verður að sjá hvort Fedorichev takist ætlunarverk sitt en hann ku eiga slatta af peningum og þá er hann tilbúinn að láta Manchester United fá Maniche og pening fyrir Ronaldo samkvæmt fréttum frá Rússlandi.

Vissir þú að:
Cristiano Ronaldo er skírður eftir stjórnmálamanninnum Ronald Reagan.
Athugasemdir
banner
banner