Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. nóvember 2005 18:43
Andri Fannar: Ég ætla að taka þátt í að ausa bátinn
Andri Fannar í baráttu við Guðmund Sævarsson í leik Fram og FH
Andri Fannar í baráttu við Guðmund Sævarsson í leik Fram og FH
Andri Fannar Ottósson er ekki á leiðinni frá Fram. Andri sagði í samtali við Fótbolta.net að hann hyggðist ekki yfirgefa liðið þrátt fyrir að það hafi fallið úr efstu deild í sumar en Andri var meðal bestu manna liðsins.

Nokkur lið í efstu deild hafa sýnt Andra áhuga en hann hyggst ekki fara úr Safamýrinni. "Sá er meiri en sekkur djúpinu í, með sínum knerri, þeim er í hálfu kafi marar" sagði Andri Fannar í samtali við Fótbolta.net sem botnaði lítið í þessum orðum Megasar sem Andri útskýrði svo:

,,Sá maður sem sekkur með skipi sínu er meiri maður ef það er komið hálfa leið niður" útskýrði Andri Fannar.

Vissulega féll Fram í sumar og er Andri sínu félagi trúr með því að yfirgefa ekki liðið þrátt fyrir áhuga liða í efstu deild. ,,Ég vona að við förum ekki mjög neðarlega og við náum að rífa skipið upp og komast rakleiðis upp aftur og ég hef hugsað mér að taka þátt í því."

,,Ég ætla að taka þátt í því að ausa bátinn og koma Fram aftur upp."
sagði Andri Fannar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner