Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 10. nóvember 2005 18:46
Elvar Geir Magnússon
Liverpool vill fá hinn króatíska David Beckham
Mynd: Getty Images
Evrópumeistarar Liverpool hafa áhuga á króatíska leikmanninum Dario Srna, en honum er oft líkt við David Beckham. Srna er 23 ára og er strax talinn meðal bestu hægri kantmanna í Evrópu. Mörg lið vilja fá hann og þar á meðal þýsku meistararnir í Bayern Munchen.

Knattspyrnustjóri Liverpool, Rafa Benítez, hefur lengi haft áhuga á þessum leikmanni og kom með tilboð í hann rétt fyrir lokun félagaskiptagluggans. Því tilboði var hafnað af Shakhtar Donetsk, félaginu sem Srna spilar með.

Srna er þjálfaður af Igor Stimac, fyrrum leikmanni Derby og West Ham, en hann hefur verið í hans höndum síðan hann var fimmtán ára gamall. "Við komum báðir frá smábænum Metkovic sem er nálægt Split og ég spilaði með föður hans á sínum tíma. Fjölskylda hans bað mig um að hafa yfirumsjón með honum," sagði Stimac.

"Ég læt hann hiklaust í flokk með bestu ungu miðjumönnum Evrópu og það virðist rétt ef við miðum við öll liðin sem hafa áhuga. Liverpool kom með tilboð í ágúst en því var hafnað af Rinat Akhmetov, forseta Shaktar. Hann er mjög ríkur og þarf ekki á meiri peningum að halda,"

"Það er áhugi allstaðar frá Evrópu; Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Englandi og fleiri löndum. Ég tel að það væri mjög gott fyrir Liverpool að fá hann. Hann er mjög líkur David Beckham, er duglegur að dæla boltum fyrir," sagði Stimac sem opinberaði það að Srna sé einnig með nýan samning frá Shaktar í höndunum.

Srna byrjaði feril sinn hjá Hajduk Split og lék sinn fyrsta leik sextán ára gamall. Hann var þrjú ár hjá félaginu og spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Króatíu árið 2002. Shaktar nappaði honum síðan árið eftir.
Athugasemdir
banner
banner