Roy Keane fyrirliði Manchester United hefur komist að samkomulagi við liðið um að hætta hjá því. Þessi írski miðjumaður hefur verið í alls tólf og hálft ár hjá United en nú hefur hann yfirgefið félagið.
Keane gagnrýndi lið United harðlega eftir 4-1 tapið gegn Middlesbrough á dögunum. Keane sem var ekki með í leiknum gagnrýndi liðið í viðtali við MUTV en viðtalið var aldrei sýnt.
Michael Kennedy umboðsmaður Keane hitti David Gill framkvæmdastjóra Manchester United á Old Trafford í morgun þar sem gengið var frá því að Keane hætti hjá félaginu og í kjölfarið var tilkynnt um þetta.
Gill sagði: ,,Roy hefur verið gífurlega mikilvægur félaginu undanfarin áratug. Framlag hans, hæfileikar og leiðtogahæfileikar hafa verið gæði sem hafa gert hann einn af þeim bestu."
,,Fyrir hönd allra hjá félaginu, óskum við honum alls hins besta á framtíðar ferli hans."
Keane sagði: ,,Það hefur verið mikill heiður og forréttindi fyrir mig að spila fyrir Manchester United undanfarin 12 ár. Á þeim tíma hjá félaginu hef ég verið svo heppinn að spila við hlið sumra af bestu leikmönnum fótboltans og fyrir framan bestu stuðningsmenn heims. Allan þann tíma hef ég reynt að gera mitt besta fyrir stjórnendurna og liðið."
,,Á sama tíma og það er leiðinlegt fyrir mig að yfirgefa svona frábært félag og stjóra, tel ég að tími sé kominn til að fara annað. Eftir svo mörg ár mun ég sakna allra hjá félaginu."
,,Ég sendi bestu óskir fyrir framtíðina til stjórnenda, leikmanna, starfsfólks og stuðningsmanna félagsins."
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri félagsins sagði: ,,Roy Keane hefur verið frábær starfmaður fyrir Manchester United. Besti miðvallarleikmaður í heiminum af sinni kynslóð, hann er þegar einn af bestu leikmönnum félagsins í langri sögu. Roy hefur verið miðpunkturinn í frama félagsins undanfarin tólf og hálft ár og allir á Old Trafford óska honum alls hins besta það sem eftir lifir af ferli hans og svo áfram eftir það."
Athugasemdir