Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 02. desember 2005 12:54
Elvar Geir Magnússon
Roy Keane í viðræðum við Everton
Mynd: Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur staðfest að hann hafi átt í viðræðum við Roy Keane fyrrum fyrirliða Manchester United. Moyes vill fá Keane á Goodison Park en hann er 34 ára og hætti hjá United í síðasta mánuði eftir að hafa verið hluti af félaginu í tólf ár. Keane hefur verið orðaður við fjölmörg lið.

Á mánudaginn hyggst Keane tilkynna ákvörðun sína um framhaldið. Hann hefur verið að æfa og haldið sér í formi síðan hann yfirgaf Old Trafford. Dagblöð á Spáni segja að stórlið Real Madrid hafi áhuga á honum og vilji gera við hann stuttan samning.

Bryan Robson, fyrrum samherji Keane og núverandi knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, hefur staðfest að hann hefur rætt við Keane sem getur þó ekki skrifað undir samning fyrr en 1. janúar.



Lið orðuð við Roy Keane:

Birmingham
Steve Bruce: "Munum við reyna að kaupa hann? Nei, ég held að ég geti útilokað það,"

Bolton
Sam Allardyce: "Það verður erfitt að fá Keane. Hann mun ræða við umboðsmann sinn hver hann vilji að fara en ef við fáum tækifæri til að fá hann munum við grípa það,"

Glasgow Celtic
Neil Lennon: "Það væri frábært að fá Keane. Ef hann kemur ekki þá munum við samt halda áfram okkar vinnu eins og ekkert hafi í skorist,"

Manchester City
Stuart Pearce: "Við erum að leita að leikmönnum sem geta styrkt liðið eins og alltaf. Roy Keane er góður leikmaður, hann getur styrkt okkur,"

Portsmouth
Peter Storrie: "Það væri stórkostlegt ef við gætum fengið Keane,"

Tottenham
Martin Jol: "Við höfum þegar mjög góða leikmenn sem spila hans stöðu. Við erum vel settir og þurfum hann ekki,"

WBA
Bryan Robson: "Öll lið í úrvalsdeildinni vilja hafa mann eins og Roy Keane. Ég reyndi að hringja í hann en fékk bara símsvara. Ef hann vill koma til West Brom þá mun ég ræða það við stjórnarformanninn og reyna að fá hann,"

West Ham
Alan Pardew: "Ef það er möguleiki á að við getum fá hann munum við reyna allt til að gera hann að leikmanni West Ham,"

Wigan
Dave Whelan: "Ef Paul Jewell kæmi til mín og segði við mig að við ættum möguleika á að fá Roy Keane þá fengi hann stuðning. Það segja allir að hann fari til Celtic en við skulum bíða og sjá,"

Juventus
Talsmaður félagsins: "Juventus hefur sterkan hóp núna og við þurfum ekki fleiri leikmenn,"

Real Madrid
Spænska blaðið Marca segir að Real Madrid hafi haft samband við Keane og vilji gera við hann tímabundinn samning.

Roma
Daniele Prade: "Við höfum ekki haft samband við Keane og ætlum okkur ekki að gera það. Við höfum ekki áhuga á honum,"

Fiorentina
Samkvæmt ítölskum blöðum.

Al Ittihad:
Sheikh Mansour Al Balawi: "Við reyndum að fá leikmanninn en getum það ekki vegna reglna í Evrópu. Samningurinn var ekki löglegur þar sem hann verður að vera að minnsta kosti til hálfs árs samkvæmt lögum í Evrópu. Við viljum aðeins þá bestu,"
Athugasemdir
banner
banner
banner