Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United tjáði sig um framtíð Roy Keane í samtali við fjölmiðla í gær en sama dag og Everton staðfesti viðræður við leikmanninn talaði Ferguson um orðróm þess efnis að Keane gæti verið á leið til Real Madrid.
Real eru taldir hafa rætt við Michael Kennedy lögmann Keane um að bjóða honum stuttan samning og Ferguson sagði í gær að slíkt kæmi sér ekki á óvart.
,,Ég hef heyrt þetta," sagði Ferguson. ,,Fjögurra mánaða samningur, frá janúar til maí. Þetta er möguleiki."
Keane er talinn ætla að hitta Kennedy í Cheshire um helgina þar sem hann mun ræða möguleika sína. Hann hefur fengið tilboð frá Fiorentina á Ítalíu en er talinn vilja helst vera hjá Celtic.
Athugasemdir