![]() |
Liðin höfðu komið sér fyrir í göngunum fyrir leik og Steven Gerrard fór fremst í röðina. Með liðunum ganga jafnan litlir boltastrákar í búningum liðanna og það var einmitt einn slíkur sem stóð við hlið John Terry er Gerrard kom þar að og rétti út hendina í von um að Gerrard myndi slá.
Gerrard tók þátt í leiknum og ákvað að ,,gefa guttanum fimm" en sá stutti kippti hendinni þá snökklega til baka og gerði grín að Gerrard.
Á myndinni hér til hliðar má sjá atvikið en þeir sem sjá hana ekki geta smellt á tengilinn hér að neðan.
Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu.
Athugasemdir