Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 11. febrúar 2006 11:18
Hafliði Breiðfjörð
Holland og Belgía vilja HM 2018
Frakkar fagna sigri á Evrópumótinu árið 2000 sem fór fram í Hollandi og Belgíu.
Frakkar fagna sigri á Evrópumótinu árið 2000 sem fór fram í Hollandi og Belgíu.
Mynd: Getty Images
Hollendingar og Belgar íhuga nú að sækja sameiginlega um að fá að halda Heimsmeistaramótið 2018 en þetta var haft eftir formanni hollenska knattspyrnusambandsins, KNVB, í gær.

,,Við gætum skipulagt Heimsmeistaramótið 2018 sameiginlega með Belgum og verið í sviðsljósinu í fjögur ár sem land og fótboltaþjóð," sagði Jeu Sprengers við dagblaðið De Telegraaf í gær.

Heimsmeistaramótið 2018 verður nær örugglega í Evrópu að hans sögn en hann bætti við að hann ætli að ræða við Belga um málið á þessu ári. Saman héltu Holland og Belgía Evrópumótið árið 2000 en Sprengers sagði að það væri erfitt að segja til um hversu góðir möguleikar þeirra væru fyrir HM 2018.

,,England, Rússland og Spánn munu reyna við þetta án nokkurs vafa... ég væri ekki hissa ef Rússarnir verða okkar helstu keppinautar."
Athugasemdir
banner