Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 20. febrúar 2006 16:59
Magnús Már Einarsson
Úrslit úr æfingaleikjum (Uppfært)
Haukar unnu öruggan sigur á Reyni.
Haukar unnu öruggan sigur á Reyni.
Mynd: Merki
Haukar unnu Reyni Sandgerði 10-1 í æfingaleik í Fífunni í gærkvöldi. Árni Hilmarsson og Guðjón Lýðsson skoruðu tvívegis fyrir Hauka og þeir Andri Janusson, Óli Jón Kristinsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Kristján Ómar Björnsson og Guðbjörn Alexander Sæmundsson gerðu síðan allir eitt mark.

Reynismenn léku einnig æfingaleik gegn GG í Reykjaneshöll í síðustu viku og þar gekk betur hjá Sandgerðingum því þeir unnu þann leik 3-2.

ÍR sigraði KS/Leiftur 4-1 í æfingaleik í Egilshöllinni á laugardaginn. Guðmundur Pétursson skoraði tvívegis og Kristján Ari Halldórsson og Auðunn Þór Björgvinsson einu sinni fyrir ÍR en hinn sextán ára gamli Aron Ingi Kristinsson.

Lið Hvíta Riddarans úr þriðju deild vann óvæntan 2-0 sigur á Selfyssingum á Fylkisvelli á föstudagskvöldið en Björn Örvar Björnsson og Baldur Fannar Andrésson skoruðu mörkin.

ÍH lagði Gróttu 3-1 í æfingaleik síðastliðið miðvikudagskvöld. Hallur Kr. Ásgeirsson skoraði tvívegis fyrir ÍH og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Egil Einarsson.

Ef þið hafið úrslit eða markaskorara sendið þá endilega tölvupóst á [email protected]
Athugasemdir
banner
banner