Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   þri 21. febrúar 2006 15:56
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða ÍA 
Bjarni Guðjónsson til ÍA (Staðfest)
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Getty Images
Bjarni Guðjónsson tók í dag ákvörðun um að ganga til liðs við sitt gamla félag, ÍA og gerir fjögurra ára samning við félagið. Frá þessu er greint á vefsíðu ÍA nú í dag. Skagamenn verða ógnarsterkir á næstu leiktíð, hafa auk Bjarna fengið Þórð bróður hans frá Stoke City og Arnar Gunnlaugsson frá KR.

Upphaf málsins má rekja til þess að í byrjun mánaðarins komst Bjarni að samkomulagi við enska 1. deildar liðið Plymouth Argyle um að rifta samingi sínum við félagið. Síðan þá hafa verið miklar vangaveltur um hvar Bjarni myndi leika.

Skagamenn voru ekki eina félagið sem hafði áhuga á að tryggja sér starfskrafta Bjarna því FH-ingar, Valsmenn og KR-ingar voru meðal þeirra félaga sem sýndu leikmanninum áhuga hérlendis auk þess sem Lokeren í Belgíu og bandaríska félagið Metro Stars sýndu leikmanninum áhuga.

Bjarni, sem er fæddur og uppalinn Skagamaður (verður 27 ára undir lok mánaðarins), lék síðast með ÍA árið 1996 þegar að Skagamenn tryggðu sér eftirminnilegan íslandsmeistaratitill í hreinan úrslitaleik við KR-inga á Akranesvelli þar sem Bjarni skoraði m.a. tvö mörk. Bjarni var valinn efnilegasti knattspyrnumaður landsins eftir tímabilið auk þess sem hann var næstmarkahæsti leikmaður efstudeildar með 13 mörk.

Eftir sumarið hélt Bjarni síðan í víking og hélt til enska stórliðsins Newcastle United. Eftir skamma dvöl sína þar hélt Bjarni til Belgíu þar sem hann gekk til liðs við RC Genk en þar var hann í um eitt ár ásamt bræðrum sínum þeim, Þórði og Jóhennesi. Þá hélt Bjarni aftur til Englands þar sem hann gekk til liðs við Stoke City en þar lék hann við góðan orðstír þar til ársins 2003. Eftir þetta hefur Bjarni verið á mála hjá þrem liðum; Bochum, Coventry og Plymouth en nú er ljóst að Bjarni er á leið heim til Akraness.

Þau erlendu lið sem Bjarni hefur verið á mála hjá frá árinu 1996:
Newcastle United (1996-1997)
RC Genk (1999-2000)
Stoke City (2000-2003)
Vfl Bochum (2003-2004)
Coventry City (2004-2005)
Plymouth Argyle (2005-2006)
Athugasemdir
banner
banner