Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   lau 25. mars 2006 17:42
Hafliði Breiðfjörð
Leik Portsmouth og Arsenal frestað vegna bleytu
Allt á floti á Fratton Park fyrir nokkrum mínútum.
Allt á floti á Fratton Park fyrir nokkrum mínútum.
Mynd: Getty Images
Leik Portsmouth gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni sem átti að hefjast klukkan 17:00 var frestað í dag vegna þess að völlurinn þótti alltof blautur þegar hann var skoðaður klukkan 16:15 en miklar rigningar hafa verið á suðurströnd Englands.

Mike Riley dómari leiksins tók því ákvörðun um að leikurinn færi ekki fram í dag en þetta var ekki eini leikurinn í dag sem var frestaður þó hinir hafi verið í utandeildinni, hjá Torquay og Dorchester.

Þar sem Tottenham spilar ekki í dag hefði Arsenal getað komist í fjórða sæti deildarinnar með sigri í dag en nú er ljóst að leikurinn fer ekki fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner