Fram hefur selt vinstri bakvörðinn Gunnar Þór Gunnarsson til sænska liðsins Hammarby og skrifaði hann undir þriggja ára samning við liðið nú í hádeginu.
Gunnar Þór sem er U-21 árs landsliðsmaður hefur verð í æfingabúðum með Hammarby á Möltu en hann mun hitta annan Íslendinga fyrir hjá liðinu þar sem varnarmaðurinn Pétur Hafliði Marteinsson er á mála hjá því.
Hinn efnilegi Gunnar er fenginn til liðs við Hammarby vegna meiðsla vinstri bakvarðar liðsins en áður hafði hann farið á reynslu til Öster í Svíþjóð. Við náðum tali af Gunnari nú í hádeginu og mun viðtal við hann birtast á síðunni síðar í dag.
Athugasemdir