Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 03. maí 2006 12:13
Magnús Már Einarsson
Meiðsli Rooney verri - Þarf kraftaverk til að ná HM
Mynd: Getty Images
Meiðslin sem Wayne Rooney framherji Manchester United varð fyrir í tapleiknum gegn Chelsea síðastliðinn laugardag eru verri en talið var í fyrstu og hann þarf kraftaverk til að ná heimsmeistaramótinu í sumar að sögn Sven-Goran Eriksson landsliðsþjálfara Englendinga.

Rooney fór í aðra skoðun á meiðslunum í gær og þar kom í ljós að hann er brotinn á fleiri en einum stað í löppinni. Sjúkra og læknalið enska landsliðsins og Manchester United munu hittast á morgun þar sem meiðsli Rooney verða rædd og athugað hvort hann eigi möguleika á að vera í 23-manna hópnum sem Eriksson tilkynnir fyrir HM næstkomandi mánudag.

Sjálfur er Eriksson ekki of bjartsýnn en hann sagði: ,,Ég vissi í gær að hann væri brotinn á fleiri en einum stað. Kraftaverk gerast í lífinu núna sem og áður en ég veit ekki."

Enskir fjölmiðlar hafa að undanförnu verið uppfullir af fréttum af Rooney og enska götublaðið The Sun segir meðal annars í dag að leikamaðurinn sofi í súrefniskassa til að flýta batanum.
Athugasemdir
banner
banner