Selfoss hefur fengið enskan leikmann að nafni Craig Deane. Þessi þrítugi leikmaður getur leikið bæði í vörn og á miðju og vonast Selfyssingar að hann fái leikheimild fyrir leikinn gegn KS/Leiftri í fyrstu umferðinni í annarri deild á sunnudaginn.
Deane þessi var á mála hjá Manchester United á árunum 1991-1998 og lék þá með unglinga og varaliði félagsins en hann hefur meðal annars leikið með Cambridge United, Port Vale og Kidderminster á Englandi, Shelbourne á Írlandi, Sogndal í Noregi, Esbjerg í Danmörku, TP-47 í Finnlandi, Napier City á Nýja Sjálandi og í vetur hefur hann leikið með Valletta FC á Möltu.
Selfyssingar munu því tefla fram fjórum erlendum leikmönnum í annarri deildinni í sumar því auk Deane hefur liðið fengið danska leikmanninn René Schwartz, Liam Manning frá Englandi og Christopher McInthosh frá Skotlandi.
Sjá einnig:
Spá fyrirliða og þjálfara fyrir 2.deildina (5.sæti)
Athugasemdir