Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 15. maí 2006 09:00
Stefán Guðberg Sigurjónsson
10 bestu kaupin á Englandi
Mikel Arteta er í 10. sæti listans
Mikel Arteta er í 10. sæti listans
Mynd: Getty Images
Sumir leikmenn eru keyptir fyrir stórfé og standast ekki undir væntingum á meðan ódýrari leikmenn slá algjörlega í gegn. Hér birtum við lista yfir 10 bestu kaupin í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem var birt af ESPN.



10. Mikel Arteta (Til Everton frá Real Sociedad – 2 m. punda)
Venjulega þegar maður heyrir hrósað Spánverjunum á Merseyside eru það leikmenn Liverpool en Baskinn og leikstjórnandinn í liði Everton, Mikel Arteta, hefur sýnt góða tækni og útsjónarsemi sem er vel hægt að bera saman við æskuvin hans Xabi Alonso auk þess sem hann virðist kunna meta hörkuna í enska boltanum.

Arteta er bæði leikmaður ársins á Goodison Park hjá leikmönnum og stuðningsmönnum og er líklega það besta sem David Moyes hefur gert á leikmannamarkaðnum síðan hann seldi Wayne Rooney til Manchester United.



9. Danny Gabbidon (Til West Ham frá Cardiff – 3. m. punda)
Walesverjinn gæti fundist Anton Ferdinand hafa dregið athygli frá sér en hann hefur þrátt fyrir það gert vel á þessu tímabili en það er hægara sagt en gert að koma í úrvalsdeildina frá 1. deildinni og það hjálpar að hann hefur hraðann til að ráða við sóknarmenninna.

Tímasetningarnar á tæklingunum hans eru góðar og hann hefur aðeins fengið að líta þrisvar sinnum gula spjaldið á þessu tímabili. Þrátt fyrir sterka samkeppni frá Yossi Benayoun er Gabbidon talinn vera bestu kaup Alan Pardew síðasta sumar.



8. Scott Parker (Til Newcastle frá Chelsea – 6,5 m. punda)
Newcastle hefur verið í leit að árangri um nokkurt skeið núna og á meðan Scott Parker fyllir ekki í skarð Alan Shearer hvað markaskorun varðar þá hafa þeir fundið nýjan leiðtoga liðsins.

Þegar Greame Souness vann kapphlaupið um Parker fann hann líklega rétta manninn á miðja miðjuna þrátt fyrir litla hjálp á þessu tímabili og afrek hans á þessu tímabili með Jean-Alain Boumsong og Titus Bramble fyrir aftan eru oft vanmetin.



7. Pedro Mendes (Til Portsmouth frá Tottenham – Hluti af 7 m. punda kaupum á þremur leikmönnum)
Á meðan Tottenham fékk til sín miðjumenn á sama hraða og David O’Leary eignast óvini, datt Pedro Mendes aftar í goggunarröðina. Harry Redknapp hefur lengi lagt mikla áherslu á gæða miðjumenn og eftir að Alexandre Gaydamak ákváð að dæla peningum í liðið var Mendes snöggur að færa sig yfir ásamt Sean Davis og Noe Parmarot.

Portúgalinn varð fljótt áhrifamestur af tríóinu og kom liðinu af stað í fallbaráttunni með sigurmarki í viðbótartíma gegn Manchester City. Öll þrjú mörkin hans hjá Pompey hafa verið eftirminnileg og hann er farinn að vera þekktur fyrir glæsileg langskot sín, það er hægt að hafa þau verri.



6. Momo Sissoko (Til Liverpool frá Valencia – 5,6 m. punda)
Í úrvalsdeild þar sem allir eru að leita að nýjum Vieira er Momo Sissoko frá Mali sem er mest sannfærandi. Sendingar hans eru ennþá ekki alveg nógu góðar en hann hefur líklega allt annað til að vera einn af bestu miðjumönnum deildarinnar.

Tímabilið hjá Liverpool hefði getað orðið allt öðruvísi ef Rafael Benitez ekki brugðist svona snöggt við til að koma í veg fyrir að hann gekk til liðs við nágrannanna í Everton. Sparkið sem Sissoko fékk frá Beto gegn Benfica ógnaði tímabilinu hjá Liverpool heldur líka áframhaldandi þróun liðsins undir stjórn Benitez.



5. Pascal Chimbonda (Til Wigan frá Bastia – 500 þ. pund)
Það er skömm að minningarnar um frábært fyrsta tímabilið hjá honum í Englandi hafa verið eyðilagðar með svona leiðinlegum endi.

Chimbonda fór fram á sölu á Highbury eftir síðasta deildarleikinn á tímabilinu og ef þú trúir þeim orðrómum sem eru í gangi eru öll sterkustu lið deildarinnar á eftir þessum leikmanni sem fyrir tólf mánuðum enginn vissi hver var.

Á meðan afró greiðsla Chimbonda utan vallar vakti mikla athygli þá hræddist enginn hann utan vallar. Þeir vita það þó núna að náttúrulegur hraði hans og ásamt öðrum hægri bakvörðum eins og Emmanuel Eboue getur hann skapað meiri hættu en flestir kantmenn á góðum degi. Það getur verið að það séu aðeins litlar sárabætur fyrir Wigan núna en þeir gæta stórgrætt á Chimbonda.



4. Arjan de Zeeuw (Til Wigan frá Portsmouth – Óuppgefið)
Sumir leikmenn láta ljós sitt skína seinna en aðrir og fáir ná hátindi ferilsins jafn seint og Arjan de Zeeuw. Hollendingurinn er nýorðinn 36 ára gamall en hefur komið sér við hlið John Terry og Jamie Carragher í að vera besti varnarmaður deildarinnar.

Alltaf þegar minnst er á það sem Wigan hefur afrekað á þessu tímabili er alltaf þess virði að minna á þátt de Zeuuw í því. Allar þær slæmu ákvárðanir sem voru gerðar hjá Portsmouth síðasta sumar er líklega sú versta að hleypa de Zeuuw fyrir smámynt og hefur Harry Redknapp aldrei sætt sig við brottför hans.



3. Darren Bent (Til Charlton frá Ipswich – 2,5 m. punda)
Fáir hafa staðið sig jafnvel eftir að hafa farið á milli 1. deildarinnar upp í úrvalsdeildina eins og Darren Bent. Bent hefur skorað átján mörk í úrvalsdeildinni og 22 í öllum keppnum en það er áhugarvert að sjá hvað hefði líka getað gerst.

Bent var efstur á innkaupalista Mick McCarthy hjá Sunderland í sumar en í staðinn fór hann til Charlton og skoraði þar þessi snöggi sóknarmaður fimm mörk í sínum fjórum fyrstu leikjum og var á hraðri leið að koma sér í enska landsliðið.



2. Aaron Lennon (Til Tottenham frá Leeds – 1 m. punda)
Það eru mörg lið sem græddu á gjaldþrotinu á Elland Road en það er til nóg af sönnunargögnum að Tottenham hafi grætt mest. Eins og það væri ekki nóg að fá enska landsliðsmarkvörðinn Paul Robinson á 1,75 milljónir punda væri ekki nóg heldur fengu þeir einnig mestu spennandi vængmann Englands fyrir minni pening.

Aaron Lennon kom til liðsins sem varamaður fyrir Wayne Routledge en Lennon hefur komið mörgum á óvart með hraða sínum og frábærum hlaupum. Hann hefur haldið leikmönnum eins og Edgar Davids, einn af bestu miðjumönnum Evrópu síðasta áratuginn, utan liðsins.

Þegar Sven-Goran Eriksson tilkynnti landsliðshóp sinn á HM í sumar voru mikil læti vegna þess að Theo Walcott var í hópnum en fáir mótmæltu því að hinn nítján ára gamli Lennon færi með til Þýskalands.



1. Craig Bellamy (Til Blackburn frá Newcastle – 1 m. punda)
Það eru fáir sem eru hlutlausir þegar Craig Bellamy á í hlut, annaðhvort elskaru hann eða hatar hann eins og klisjan segir.

Á Ewood Park er hinsvegar erfitt að finna eitthvern sem lýsir ekki hrifningu sinni af þessum Welska sóknarmanni. Bellamy var án efa einn af hæfileikaríkustu leikmönnum Newcastle en niðurskorið verð gerði Mark Hughes kleift að lokka hann til Blackburn.

Bellamy hefur nú fundið sitt gamla form og skorað 13 mörk í 22 leikjum í byrjunarliðinu og öll mörkin hvor öðru betri og þá sérstaklega glæislegt mark hans gegn Portsmouth. Aðeins hann, Thierry Henry og Ronaldinho hafa skorað tvisvar gegn Chelsea í sama leiknum undir stjórn Jose Mourinho en aðeins einn þeirra fær þá athygli sem hann á skilið fyrir afrek sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner