Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 13. maí 2006 18:38
Daníel Rúnarsson
Bikarúrslitaleikur - Myndasyrpa
Mynd: Getty Images
Einn magnaðasti bikarúrslitaleikur í manna minnum var háður í dag þegar Liverpool sigraði West Ham eftir markaregn og dramatík á Þúsaldarvellinum í Cardiff sem endaði með vítaspyrnukeppni.

Oft er sagt að myndir segi meira en þúsund orð og hér á eftir fylgir því um 15 þúsund orða saga bikarúrslitaleiksins frá ljósmyndurum Getty Images.





Mark ! 1 - 0 - Yossi Benayoun, Nigel Reo-Coker, Carl Fletcher fagna eftir að Jamie Carragher skoraði sjálfsmark


Mark ! 2 - 0 - Dean Ashton fagnar eftir að hafa skorað af harðfylgi. Reina og varnarmenn Liverpool liggja eftir í svekkelsi.


Mark ! 2 - 1 - Djibril Cissé skoraði fyrsta mark Liverpool í rétt net.


Mark ! 2 - 2 - Fyrirliðinn Steven Gerrard gaf smjörþefinn af því sem koma skyldi með flottu öðru marki Liverpool.


Mark ! 3 - 2 - Paul Konchesky skorar ótrúlegt mark með bogabolta langt fyrir utan. Reina á ekki möguleika.


Mark ! 3 - 3 - Steven Gerrard skorar eitt af fallegri mörkum tímabilsins á 91. mínutu leiksins og tryggir Liverpool því framlengingu.


Reina ver! - Jose Reina markvörður Liverpool var hetjan í vítaspyrnukeppninni og ver hér vítaspyrnu Paul Konchesky. Reina varði þrjár vítaspyrnur í heildina.


Liverpool sigrar! - Jose Reina ver vítaspyrnu Anton Ferdinand og tryggir Liverpool frækinn sigur á West Ham eftir langan dag á Þúsaldarvellinum.


Liverpool sigrar! - Leikmenn Liverpool tryllast af fögnuði eftir að sigurinn er í höfn!


Reina er hetjan! - Jose Reina fagnar eftir að hafa tryggt Liverpool sigurinn.


Liverpool fagnar! - Leikmenn Liverpool hilla markvörð sinn að vítaspyrnukeppni lokinni.


Vonsvikinn! - Anton Ferdinand hinn ungi leikmaður West Ham sorgmæddur eftir að Reina varði frá honum vítaspyrnu og leikurinn tapaðist.


We are the champions! - Leikmenn Liverpool sötra kampavín í tilefni sigursins!


Maður Leiksins! - Steven Gerrard lyftir dollunni góðu ásamt öðrum leikmönnum Liverpool

Tengdar fréttir:
Bikarinn: Reina varði þrjár í vító í sigri Liverpool
Athugasemdir
banner
banner