Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 13. maí 2006 17:43
Magnús Már Einarsson
Bikarinn: Reina varði þrjár í vító í sigri Liverpool
Dramatískur sex marka úrslitaleikur
<b>Hetjan:</b> <br>Reina fagnar eftir að hafa tryggt Liverpool sigur með því að verja frá Anton Ferdinand.
Hetjan:
Reina fagnar eftir að hafa tryggt Liverpool sigur með því að verja frá Anton Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Liverpool 3 - 3 West Ham (Liverpool vann 6-4 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Jamie Carragher (Sjálfsmark) (21)
0-2 Dean Ashton (28),
1-2 Djibril Cisse (32)
2-2 Steven Gerrard (54)
2-3 Paul Konchesky (64)
3-3 Steven Gerrard (90)

Liverpool er enskur bikarmeistari árið 2006 en liðið sigraði West Ham 6-4 eftir vítaspyrnukeppni í dramatískum úrslitaleik þar sem Steven Gerrard jafnaði á lokamínútu venjulegs leiktíma með frábæru skoti af 30 metra færi og Pepe Reina varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni.

Xabi Alonso var klár eftir meiðsli hjá Liverpool og Dean Asthon og Matthew Etherington voru einnig klárir hjá West Ham. Það voru einmitt West Ham sem byrjuðu betur og eftir um tuttugu mínútur komust þeir yfir. Ashton átti flotta sendingu á Lionel Scaloni sem komst upp kantinn, hann sendi fyrir og þar varð Jamie Carragher fyrir því óláni að reka fótinn í boltann sem fór í hans eigið net, sjálfsmark og staðan 1-0 fyrir West Ham.

Sex mínútum síðar komust strákarnir í West Ham svo tveimur mörkum yfir. Etherington lék á Sami Hyypia og átti frekar laust skot, Pepe Reina í marki Liverpool náði hins vegar ekki að halda því og Ashton var réttur maður á réttum stað og hann kom West Ham í 2-0.

Mark var dæmt af Peter Crouch áður en Djibril Cisse minnkaði muninn fjórum mínútum síðar þegar hann fékk frábæra langa sendingu frá Steven Gerrard og afgreiddi boltann viðstöðulaust á lofti úr teignum. Ashton átti skot rétt framhjá áður en flautað var til leikhlés.

Strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks varði Reina tvívegis vel frá Yossi Benayoun og Marlon Harewood. Fyrirliðinn Gerrard náði síðan að jafna fyrir Liverpool þegar hann tók lausan bolta í teignum og skoraði með þrumuskoti á lofti sem fór alveg upp í bláhornið.

West Ham komst hins vegar aftur yfir tíu mínútum síðar með skondnu og jafnframt fallegu marki. Paul Konchesky átti þá fyrirgjöf frá vinstri sem að fór yfir Reina og datt niður í fjærhornið. Mark sem minnti eilítið á það sem Ronaldinho skoraði gegn Englendingum um árið.

Allt stefndi í að West Ham væru að fara að tryggja sér bikarmeistaratitilinn þegar að Gerrard tók viðstöðulaust þrumuskot af 30 metra færi sem fór niður í hornið framhjá varnarlausum Shaka Hislop í markinu. Konchesky fékk aukaspyrnu á ákjósanlegum stað í næstu sókn en Reina varði og því varð að grípa til framlengingar.

Þar átti John Arne Riise skot sem fór rétt framhjá en leikmenn Liverpool fengu margir krampa og þurfti nokkrum sinnum að stöða leikinn vegna þess. Marlon Harewood framherji West Ham meiddist einnig og hann haltraði um á annarri löpinni síðustu mínúturnar í framlengingu.

Á lokamínútu framlengingarinnar var West Ham næstum búið að skora eftir aukaspyrnu sem fór inn á teiginn en Reina náði að slá boltann í stöngina. Þaðan barst hann út í teiginn þar sem hinn halti Harewodod var í dauðafæri en hann hitti boltann illa.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Reina varði þrjár af fjórum vítaspyrnum West Ham á meðan að Liverpool skoraði úr þremur af fjórum spyrnum sínum og eru því bikarmeistarar árið 2006!


Gangur vítaspyrnukeppninnar:
1-0 Dietmar Hamann skoraði.
1-0 Jose Reina varði frá Bobby Zamora.
1-0 Shaka Hislop varði frá Sami Hyypia.
1-1 Teddy Sheringham skoraði.
2-1 Steven Gerrard skoraði.
2-1 Jose Reina varði frá Paul Konchesky.
3-1 John Arne Riise skoraði.
3-1 Jose Reina varði frá Anton Ferdinand.

Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Riise, Gerrard, Alonso (Kromkamp 67), Sissoko, Kewell (Morientes 48), Cisse, Crouch (Hamann 71).Ónotaðir varamenn: Dudek, Traore.

West Ham: Hislop, Scaloni, Ferdinand, Gabbidon, Konchesky, Benayoun, Fletcher (Dailly 77), Reo-Coker, Etherington (Sheringham 85), Ashton (Zamora 71), Harewood.
Ónotaðir varamenn: Walker, Collins.



Tengdar fréttir:
Bikarúrslitaleikur - Myndasyrpa
Athugasemdir
banner
banner