Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 17. maí 2006 08:15
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin í kvöld: Logi og Hemmi spá Barca sigri
Henry skorar tvö gegn Barcelona í kvöld ef spá Hemma og Loga rætist.
Henry skorar tvö gegn Barcelona í kvöld ef spá Hemma og Loga rætist.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu fer fram í París í kvöld þar sem Barcelona og Arsenal mætast. Eins og í vetur höfum við fengið Loga Ólafsson og Hermann Gunnarsson til að spá í leikina. Þeir eru báðir á því að Barcelona vinni í kvöld í leik þessara tveggja léttleikandi liða.



Hermann Gunnarsson:

Barcelona 3 - 2 Arsenal
Þetta verður frábær úrslitaleikur þar sem að Barcelona sem við vitum að er besta sóknarlið í Evrópu verður að spila þannig. Arsenal sem er léttleikandi og skemmilegt lið getur ekki farið að verjast neitt því það kallar yfir sig stórskotahríð. Arsenal sækir á móti og þetta verður leiftrandi fjör og mikill fótbolti.

Þetta verður draumaúrslitaleikur og ég held að allir fótboltafíklar hvar sem þeir eru niðurkomnir eigi að tryggja sér að geta fylgst með leiknum. Það fer 3-2 fyrir Barcelona. Eto'o skorar tvö og Ronaldinho eitt og Thierry Henry skorar bæði fyrir Arsenal, hann hefur dregið vagninn þar.


Logi Ólafsson:

Barcelona 3 - 2 Arsenal
Þetta verður mjög spennandi og skemmtilegur leikur eins og vænta má þegar að þessi tvö lið mætast. Þau spila bæði mjög skemmtilegan fótbolta og ég hef sagt áður að það sé sigur fyrir fótboltann að þessi tvö lið skuli komast alla leið. Ég held að Barcelona standi upp sem sigurvegar í markaleik 3-2. Ég held að Henry geri bæði (fyrir Arsenal) og svo held ég að Eto'o nái að skora eitt mark, Ronaldinho eitt og Puyol geri eitt eftir hornspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner