Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   mán 22. maí 2006 13:50
Magnús Már Einarsson
Hríð í íslenska boltanum: Markvörður með skíðagleraugu
Rajkovic við öllu búinn með skíðagleraugun í markinu í gær.
Rajkovic við öllu búinn með skíðagleraugun í markinu í gær.
Mynd: Gunnar Gunnarsson
Kalt hefur verið í veðri hér á Íslandi undanfarna daga og þá sérstalega á Norður og Austurlandi þar sem hefur meðal annars snjóað og erfitt er að sjá að sumarið sé að koma.

Fjarðabyggð mætti ÍR í annarri deild í gær í leik sem fór fram við afleitar veðuraðstæður. Leiknum hefði væntanlega verið frestað ef ÍR-ingar hefðu ekki verið komnir Austur með flugi. Til marks um vindinn sem var á svæðinu þá fauk varamannaskýli ÍR-inga þrátt fyrir að varamennirnir sætu í því.

Srdjan Rajkovic markvörður Fjarðabyggðar vakti athygli í leiknum þar sem hann lék með skíðagleraugu. ,,Það var mikill vindur og snjókoma beint á móti, beint í augun og ég fékk lánuð gleraugu frá einum manni. Ég notaði þau í öðrum hálfleiknum þegar að það var vindur beint á móti," sagði Rajkovic við Fótbolti.net í dag en hann hefur ekki séð leikmenn nota skíðagleraugu áður í leik og fékk hann þessa hugmynd sjálfur.

,,Þetta var í fyrsta skipti sem ég spila í svona veðri. Það var mjög vont veður og ekki hægt að spila fótbolta í svona veðri. Það hefði verið miklu betra að fresta leiknum og spila hann seinna en í gær var þetta ekki fótbolti," bætti Rajkovic við en Fjarðabyggð sigraði leikinn 2-1.

Þá var einnig slæmt veður á Akureyri í leik Þórs og Stjörnunnar þar sem nokkrir leikmen klæddust húfum og veðrið var einnig vont veður á Húsavík í leik Völsungs og Selfyssinga eins og sjá má á myndum hér að neðan.
Athugasemdir
banner