Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 26. maí 2006 16:29
Magnús Már Einarsson
Shevchenko fer frá AC - Viðræður við Chelsea hafnar
Mynd: Getty Images
Framherjinn magnaði Andriy Shevchenko hefur ákveðið að yfirgefa AC Milan og mun ítalska liðið hefja viðræður við Englandsmeistara Chelsea um hugsanleg kaup á næstunni.

Shechenko sem er 29 ára hitti Adriano Galliani varaforseta AC Milan í dag til að ræða um framtíð sína og eftir það sagði þessi Úkraínumaður: ,,Ég er að fara vegna fjölskylduástæðna. Það voru ekki vandamála vegna sambands og þetta eru ekki fjárhagsleg vandræði."

Galliani sagði hins vegar: ,,Þetta er pottþétt sársaukafyllsti skilnaðurinn á þeim sem ég hef verið hér hjá Milan. Við munum hefja samningaviðræður við Chelsea og það verður ekki auðvelt. Þetta er sigur ensku deildarinnar á ítölsku deildinni. Ég hef reynt að sannfæra hann um að vera áfram, jafnvel einni mínútu á undan blaðamannafundinum."

Kona Shevchenko er frá Bandaríkjunum og talið er að hann vilji að Jordan sonur þeirra muni læra ensku og því vilji hann fara til Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner