Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   lau 27. maí 2006 08:23
Hafliði Breiðfjörð
Ajax, Man Utd, Porto og Inter á æfingamóti í Amsterdam
Stuðningsmenn Ajax.
Stuðningsmenn Ajax.
Mynd: Getty Images
Dagana 4. og 5. ágúst fer fram hið árlega Amsterdam Tournament. Ajax býður á hverju ári liðum af hæsta gæðaflokki til að spila í stuttu móti til að undirbúa liðin fyrir komandi tímabil. Í ár eru það Manchester United, FC Porto og Internazionale (sem kom inn eftir að Galatasaray þurfti að endurinnkalla sína þáttöku).

Leikirnir í mótinu fara fram 4. og 5. ágúst og er dagskráin eftirfarandi:

Föstudagur 4. ágúst
19.00 Manchester United - FC Porto
21.15 Ajax - Internazionale

Laugardagur 5. ágúst
19.00 FC Porto - Internazionale
21.15 Ajax - Manchester United

Miða á leikina er hægt að nálgast á eftirfarandi vefsíðu:
Athugasemdir
banner
banner
banner