Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 27. maí 2006 11:24
Magnús Már Einarsson
Carlton Cole á leið til Tottenham
Carlton Cole framherji Chelsea er á leið til Tottenham á tvær milljónir punda. Þessi 22 ára framherji hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Englandsmeisturum Chelsea og Jose Mourinho stjóri liðsins greindi nýlega frá því að hann væri tilbúinn að láta Cole fara.

Líklegt er að Andriy Shevchenko sé á leið til Chelsea frá AC Milan í sumar og því minnka möguleikar Cole ennþá meira. Allt bendir nú til þess að hann geri fjögurra ára samning við Tottenham en hann heimsótti æfingasvæði liðsins í gær.

Tottenham hefur þegar keypt sóknarmanninn Dimitar Berbatov á ellefu milljónir punda en Mido er á förum aftur til Roma eftir að lánssamningur hans rann út.
Athugasemdir
banner
banner
banner