Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 01. júní 2006 22:47
Magnús Már Einarsson
Ramsay á leið í Víði?
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Skoski kantmaðurinn Scott Ramsay gæti verði á leið til Víðis í þriðju deildinni en þetta staðfesti Elfar Grétarsson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolti.net í dag.

,,Það er ekkert neglt ennþá en það er verið að vinna í hlutunum og hann kæmi þá að þjálfa í yngri flokkunum hjá mér og vissulega spila. En það er vonandi að hann verði leikmaður Víðis sem fyrst, vissulega frábær leikmaður á ferð,” sagði Elfar við Fótbolti.net.

Ramsay sem hefur einnig leikið með Keflavík og Reyni Sandgerði hér á landi spilaði með Grindavík á undirbúningstímabilinu. Hann hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins í fyrstu leikjum félagsins í Landsbankadeildinni en hann bíður þess nú að sitja af sér dóm.
Athugasemdir
banner