Á HM í fótbolta hafa leikmenn oft mætt með skrautlegar hárgreiðslur. Guardian tók saman lista yfir nokkrar skrautlegar hárgreðslur á mótinu í gegnum tíðina og við á Fótbolti.net bættum nokkrum við. Afraksturinn má svo sjá hér að neðan.
Hinn þýski Paul Breitner gerði það gott með þessa greiðslu á HM 1982.
Kolumbíski miðjumaðurinn Carlos Valderrama var ávallt hárprúður. Fyrri myndin er frá HM 1990 og sú síðari frá HM 1998.
Rudi Voller skartaði góðri greiðslu þegar að Þjóðverjar unnu HM á Ítalíu 1990.
Markvörðurinn skrautlegi Rene Higuita frá Kolumbíu á HM 1990.
Greiðsla Roberto Baggio á HM 1994 vakti athygli.
Rúmenar kíktu allir til sama hárgreiðslumeistarans fyrir leik á HM 1998 og litu hárið á sér ljóst.
Taribo West frá Nígeríu hugsar alltaf mikið um hárgreiðsluna og hér er fyrri myndin frá 1998 en sú síðari frá 2002.
Þessi hárlitur Hidetoshi Nakata frá Japan vakti ekki mikla lukku á HM 1998.
Margir foreldrar fótboltakrakka hugsuðu Ronaldo þegjandi þörfina þegar að krakkarnir fóru að biðja um svona klippingu í kringum HM 2002.
Christian Ziege mætti með þessa greiðslu til Japans og Suður-Kóreu árið 2002.
Clint Mathis frá Bandaríkjunum var með svipaða greiðslu og Ziege.
David Seaman mætti að sjálfsögðu með "faxið" sitt á HM 2002.
Abel Xavier mætti skrautlegur að venju á sama mót.
Það er síðan ágætt að enda þetta á Umit Davala frá Tyrklandi sem var með þessa greiðslu á HM 2002.Sjá einnig:
HM fréttir Fótbolta.net
Athugasemdir