Helena Ólafsdóttir þjálfari kvennaliðs Vals hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna. Helena mun áfram þjálfa Valsliðið auk þess að þjálfa landsliðið. Hún tekur við af Jörundi Áka Sveinssyni sem ákvað að hætta með liðið til að einbeita sér að þjálfun Breiðabliks í karlaboltanum. Jörundur stjórnar liðinu í sínum síðasta leik á sunnudag er stelpurnar mæta Bandaríkjunum í vináttuleik. Helena fylgir liðinu þangað og fylgist með leiknum.
Athugasemdir