Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur sannfært Didier Drogba að hann geti unnið HM með Fílabeinsströndinni. Þetta sagði Drogba við blaðamenn í dag.
"Ég hafði alltaf trú á sjálfum mér en ég fann hana aldrei. Jose hefur hjálpað mér að finna hana," sagði Drogba á síðustu æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Argentínu á morgun.
Mourinho keypti Drogba frá Marseille árið 2004 fyrir 24 milljón punda sem var félagsmet á sínum tíma. Hann hefur skorað 22 mörk í 55 deildarleikjum fyrir Chelsea og hjálpað þeim að vinna ensku deildina tvisvar í röð undir stjórn Mourinho.
"Hann talaði við mig áður en ég fór frá London og hann sagði við að ég gæti unnið HM ef ég hefði trú á því og ég trúi því að við getum unnið keppnina," bætti Drogba við.
Fílabeinsströndin er í riðli sem flestir telja vera erfiðastan á mótinu en auk þeirra eru Argentína, Holland og Serbar og Svartfellingar. Fílarnir, eins og Fílabeinsströndin er gjarnan kölluð, munu keppa við Argentínu í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:00 og er hann í beinni á Sýn.
"Á pappírnum er Argentína sterkari en pappírinn hefur ekkert gildi,"sagði hann. "Ef við náum að vinna 7 leiki þá vinnum við HM"
Athugasemdir