Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 14. júní 2006 08:51
Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári skrifar undir hjá Barcelona undir hádegi
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur náð samkomulagi við Evrópumeistara Barcelona um fjögurra ára samning og á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu svo félagaskipti hans frá Chelsea geti átt sér stað en félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð.

Eiður fer í læknisskoðunina klukkan 11:00 í dag og í kjölfar þess mun hann skrifa undir samning við félagið.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er kaupverðið á Eiði Smára 12 milljónir Evra (munið myntbreytinn neðst í fréttinni). Hann mun leysa stöðu Svíans Henrik Larsson hjá Börsungum en sá ákvað að snúa aftur til heimalandsins og spila með Helsingborg.

Eiður Smári skoraði þrjú mörk fyrir Chelsea á síðustu leiktíð en hann gekk í raðir félagsins frá Bolton Wanderers í júní árið 2000 og þá var kaupverðið 4 milljónir punda.

Hann er 27 ára gamall og með Chelsa vann hann góðgerðarskjöldinn fyrsta árið sitt og í sínum fyrsta leik. Í kjölfarið vann hann svo deildina tvisvar, deildabikarinn og samfélagsskjöldinn á sex ára veru sinni hjá Lundúnarfélaginu. Hann lék með þeim 263 leiki og skoraði 78 mörk.

Barcelona tilkynntu einnig í dag að þeir ætli að lána frá sér Argentínumanninn Maxi Lopez til Real Mallorca á næstu leiktíð.

Sjá einnig:
ÍR og Valur hagnast ekki á sölu Eiðs Smára
Öll helstu tilþrif Eiðs Smára á myndbandi
Eiður Smári verður númer 7 hjá Barcelona
Eiður Smári stenst læknisskoðun hjá Barcelona
Eiður Smári annar Íslendingurinn hjá Barcelona
Puyol spenntur fyrir Eiði Smára
Eiður Smári skrifar undir hjá Barcelona undir hádegi
Arnór á leið til Spánar að ræða við Barcelona
Athugasemdir
banner
banner
banner