Vefsíða Evrópumeistara Barcelona fjallar mikið um Eið Smára Guðjohnsen í dag en landsliðsfyrirliðinn mun ganga í raðir spænska félagsins í dag að lokinni læknisskoðun sem hann er að undirgangast núna.
Á vefsíðunni kemur fram að Eiður Smári sé fyrsti leikmaður knattspyrnuliðs Barcelona sem kemur frá Íslandi en í 106 ára sögu þess hafa leikmenn frá 35 löndum spilað með liðinu en aldrei fyrr en nún Íslendingur.
Þó hefur einn Íslendingur leikið með Barcelona segir á vefsíðunni, það var Viggó Sigurðsson fyrrum landsliðsþjálfari í Handbolta sem lék með handboltaliði félagsins á árunum 1979 til 1981.
Sjá einnig:
ÍR og Valur hagnast ekki á sölu Eiðs Smára
Öll helstu tilþrif Eiðs Smára á myndbandi
Eiður Smári verður númer 7 hjá Barcelona
Eiður Smári stenst læknisskoðun hjá Barcelona
Eiður Smári annar Íslendingurinn hjá Barcelona
Puyol spenntur fyrir Eiði Smára
Eiður Smári skrifar undir hjá Barcelona undir hádegi
Arnór á leið til Spánar að ræða við Barcelona
Athugasemdir