Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 14. júní 2006 12:46
Andri Fannar Stefánsson
Eiður Smári stenst læknisskoðun hjá Barcelona
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiður Smári Guðjohnsen hefur færst skrefi nær því að ganga til liðs við Barcelona, en rétt í þessu var hann að standast læknisskoðun hjá klúbbnum.

Chelsea gaf Barcelona leyfi í gær leyfi til að tala við leikmanninn eftir að hafa komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum.

Þessi 27 ára landsliðsfyrirliði Íslendinga átti í viðræðum við spænsku risana í dag og stóðst læknisskoðun eins og áður segir, núna rétt áðan.

Talið er að Eiður verði kynntur til sögunnar hjá Barcelona í kvöld og er talið að hann skrifi undir fjögurra ára samning við Evrópumeistara Barcelona.

Sjá einnig:
ÍR og Valur hagnast ekki á sölu Eiðs Smára
Öll helstu tilþrif Eiðs Smára á myndbandi
Eiður Smári verður númer 7 hjá Barcelona
Eiður Smári stenst læknisskoðun hjá Barcelona
Eiður Smári annar Íslendingurinn hjá Barcelona
Puyol spenntur fyrir Eiði Smára
Eiður Smári skrifar undir hjá Barcelona undir hádegi
Arnór á leið til Spánar að ræða við Barcelona
Athugasemdir
banner