Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 14. júní 2006 16:02
Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári verður númer 7 hjá Barcelona
Eiður í læknisskoðuninni í dag.
Eiður í læknisskoðuninni í dag.
Mynd: FCBarcelona.com
Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði Íslands sem er að ganga í raðir spænska stórliðsins Barcelona nú í dag mun leika í treyju númer 7 hjá liðinu en það er einmitt sama númer og Henrik Larsson lék í á síðustu leiktíð.

Eiður Smári lék í treyju númer 22 hjá Chelsea þau ár sem hann var þar en hefur jafnan leikið í treyju númer 9 hjá íslenska landsliðinu.

Eiður hefur þegar náð samkomulagi við Barcelona og komist í gegnum læknisskoðun og nú er þess bara beðið að hann verði tilkynntur sem leikmaður félagsins síðar í dag.

Sjá einnig:
ÍR og Valur hagnast ekki á sölu Eiðs Smára
Öll helstu tilþrif Eiðs Smára á myndbandi
Eiður Smári verður númer 7 hjá Barcelona
Eiður Smári stenst læknisskoðun hjá Barcelona
Eiður Smári annar Íslendingurinn hjá Barcelona
Puyol spenntur fyrir Eiði Smára
Eiður Smári skrifar undir hjá Barcelona undir hádegi
Arnór á leið til Spánar að ræða við Barcelona
Athugasemdir
banner