Eins og við greindum frá í gær er nú að hefjast nýr liður á Fótbolti.net þar sem liðin í Landsbankadeildinni mætast í spurningakeppni um fótbolta. Hvert lið sendir einn fulltrúa í þessa útsláttarkeppni en fimmtán spurningar eru í hverri keppni.
FH og Valur mætast í fyrstu viðureigninni og svo mætast Breiðablik og KR en sigurvegararnir úr þessum leikjum komast í 8-liða úrslitin ásamt hinum sex liðum deildarinnar.
Baldur Þórólfsson er fulltrúi Vals í keppninni og hann sigraði Sigurvin Ólafsson fulltrúa FH 9-6 í fyrstu viðureigninni. ,,Ég er eins og gefur að skilja í skýjunum. Þessar spurningar hentuðu mér vel þar sem það var ekki spurt mikið aftur í tímann, það hefði verið tvísýnt ef ég hefði fengið mikið af svoleiðis spurningum," sagði Baldur sem er ósáttur við að hafa ekki náð að svara einni spurningu: ,,Jesper Gronkjaer. Það var lélegt, ég átti að vita það, ég vissi það eftir á."
Sigurvin tók tapinu hins vegar ágætlega. ,,Það var við ofurefli að etja. Ég er mjög stoltur af mínum sex stigum," sagði Sigurvin en við skulum kíkja á hvernig keppnin fór.
Undirstrikuð svör eru rétt.
1. Vinstri bakvörðurinn Mariano Pernia var kallaður inn í spænska landsliðshópinn nú rétt fyrir HM. Með hvaða liði lék hann á nýliðinni leiktíð?
Baldur: Getafe
Sigurvin: Getafe
2. Hjá hvaða skoska liðið er miðjumaðurinn Paul Hartley?
Baldur: Celtic
Sigurvin: Rangers
Rétt svar: Hearts
3. Svíar enduðu í þriðja sæti á HM 1994. Hvaða lið unnu þeir í leik um 3.sætið?
Baldur: Búlgara
Sigurvin: Búlgaríu
4. Suður-Kórea sló Ítali óvænt út á HM 2002. Hvaða leikmaður skoraði
sigurmarkið?
Baldur: Ahn Jung-Hwan
Sigurvin: Ég veit það ekki
5. Með hvaða liði leikur Reynir Leósson?
Baldur: Trelleborg
Sigurvin: Trelleborg
6. Peter Ogaba lék á sínum tíma á Íslandi. Með hvaða liði?
Baldur: ÍA
Sigurvin: Fram
Rétt svar: Leiftur
7. Hvað heitir knattspyrnustjóri Leeds United?
Baldur: (Kevin) Blackwell
Sigurvin: Howard Wilkinson
8. Árið 2002 tapaði íslenska landsliðið 6-1 fyrir Brasilíu á útivelli. Hver skoraði mark Íslendinga?
Baldur: Grétar Rafn
Sigurvin: Grétar Rafn Steinsson
9. Frá hvaða landi er framherjinn Marcelo Zalayeta hjá Juventus?
Baldur: Úrúgvæ
Sigurvin: Úrúgvæ
10. Danski kantmaðurinn Jesper Gronkjaer hefur leikið með þremur liðum síðan hann yfirgaf Chelsea árið 2004, hvaða lið eru það? Baldur: Birmingham, Atletico Madrid og pass
Sigurvin: Hann er í Stuttgart, hann fór líka til Birmingham og Atletico Madrid.
11. Hjá hvaða liði í heimalandinu var Milan Baros áður en hann fór til Liverpool?
Baldur: Banik Ostrava
Sigurvin: Ég veit ekkert um það.
12. Með hvaða liði í Svíþjóð leikur Erla Steinunn Arnardóttir?
Baldur: Mallbackens
Sigurvin: Hef ekki hugmynd
13. Íslenska kvennalandsliðið sigraði Portúgal 3-0 um helgina í undankeppni HM 2007. Hvaða önnur þrjú lið eru með þessum liðum í riðli?
Baldur: Svíþjóð, Andorra og Frakkland.
Sigurvin: Svíar, Hvíta-Rússland og ég veit það ekki.
Rétt svar: Svíþjóð, Hvíta-Rússland og Tékkland
14. Hvaða lið er í toppsætinu í 2.deild karla?
Baldur: Njarðvík
Sigurvin: Hef ekki litið á það. Hef ekki hugmynd um það.
Rétt svar: Reynir Sandgerði
15. Kantmaðurinn Andrey Kanchelskis sem var á mála hjá Manchester United leikur nú með liði í heimalandinu. Hvað heitir það?
Baldur: Hef ekki hugmynd.
Sigurvin: Shaktar Donetsk
Rétt svar: Krylia Sovetov
Athugasemdir