Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fös 23. júní 2006 08:42
Magnús Már Einarsson
Spurningakeppni Landsbankadeildarinnar: KR - Breiðablik
Kristján Óli lagði Atla Jónasson.
Kristján Óli lagði Atla Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Þá er komið að annarri umferð í spurningakeppninni milli liðanna í Landsbankadeildinni. Að þessu sinni mætast KR og Breiðablik en fyrr í vikunni lagði Baldur Þórólfsson fulltrúi Valsmanna, Sigurvin Ólafsson fulltrúa FH. Blikar sendu Kristján Óla Sigurðsson til leiks í spurningakeppnina og hann lagði Atla Jónasson varamarkvörð KR sem keppti fyrir hönd Vesturbæjarliðsins í hörkuleik 8-6.

,,Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta var ótrúlegur sigur. Ég var nývaknaður, hefði ég verið vakandi tveimur tímum áður hefði ég fengið fullt hús," sagði Kristján Óli en hann sá mikið eftir að hafa ekki náð spurningu númer tólf. ,,Eyjólfur Sverris og Þorvaldur Örlygs. Ég fattaði um leið og ég sagði seinna nafnið að Eyjólfur hefði skorað í þessum leik," bætti Kristján Óli við en hann er kominn í 8-liða úrslit í keppninni. Þar mætir hann Fylkismanni en búið er að draga í 8-liða úrslitin og þar mætast eftirtalin lið.

8-liða úrslit:
ÍBV - Víkingur
Grindavík - Keflavík
Breiðablik - Fylkir
Valur - ÍA

Hér að neðan má svo sjá keppnina hjá Atla og Kristjáni Óla.

Undirstrikuð svör eru rétt.


1. Landsliðsþjálfari Togo hefur verið í umræðunni í kringum HM. Hvað heitir hann?
Kristján Óli: Það veit ekki.
Atli: Hef ekki hugmynd
Rétt svar: Otto Pfister

2. Margir muna eftir Alpay frá Tyrklandi. Með hvaða félagsliði leikur hann í dag?
Kristján Óli: Mönchengladbach
Atli: Galatasaray
Rétt svar: Köln

3. Hvar á landinu er Dúddavöllur staðsettur?
Kristján Óli: Á Kópaskeri
Atli: Mosfellsbæ

4. Hvert er annað starf dómarans Markus Merk?
Kristján Óli: Tannlæknir
Atli: Húsasmiður

5. Hvaða lið mætust í úrslitaleik bikarkeppninnar í karlaflokki hér á landi árið 1997?
Kristján Óli: Keflavík og ÍBV
Atli: Keflavík og ÍBV

6. Með hvaða liði hér á landi lék Robert Paeslack á sínum tíma?
Kristján Óli: ÍBV
Atli: ÍBV

7. ÍBV varð bikarmeistari árið 1998 eftir 2-0 sigur í úrslitaleik. Hvaða lið var það sem Eyjamenn lögðu í úrslitaleiknum og hverjir skoruðu mörkin?
Kristján Óli: Leiftur. Hjalti Jóhannes og Steingrímur Jó skoruðu.
Atli: Leiftur. Steingrímur Jóhannesson og Hjalti Jóhannesson.

8. Hver var markahæstur í frönsku deildinni á nýliðnu tímabili?
Kristján Óli: Sidney Govou
Atli: Pass
Rétt svar: Pauleta

9. Með hvaða liði leikur Shota Arveladze?
Kristján Óli: Portsmouth
Atli: KR
Rétt svar: AZ Alkmaar

10. Arturo Di Napoli skoraði þrettán mörk í Serie A í vetur, fyrir hvaða lið?
Kristján Óli: Lecce
Atli: Brescia
Rétt svar: Messina

11. Hver er leikjahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi?
Kristján Óli: Anton Mark Duffield
Atli: Birkir Kristinsson

12. Árið 1991 sigraði íslenska landsliðið Spánverja 2-0. Hverjir skoruðu mörkin?
Kristján Óli: Pétur Péturs gerði annað og hitt var eina markið hans Guðna Bergs.
Atli: Eyjólfur Sverrisson og Þorvaldur Örlygsson

13. Hvaða lið er í botnsætinu í Landsbankadeild kvenna?
Kristján Óli: FH-ingar
Atli: FH

14. Hver þjálfaði landslið Japana á undan Zico?
Kristján Óli: Ég veit það ekki
Atli: Guus Hiddink
Rétt svar: Philippe Troussier

15. Hjá hvaða félagsliði hófst knattspyrnuferill Rúnars Kristinssonar?
Kristján Óli: Leiknir
Atli: Leiknir


Aðrar keppnir:
FH - Valur
Athugasemdir
banner
banner