Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   þri 04. júlí 2006 07:11
Magnús Már Einarsson
Spurningakeppni Landsbankadeildarinnar: Valur - ÍA
Baldur Þórólfsson.
Baldur Þórólfsson.
Mynd: Úr einkasafni
Baldur Þórólfsson fulltrúi Vals hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum í spurningakeppni Landsbankadeildarliðanna en hann sigraði Hjört Hjartarson fulltrúa ÍA 6-2 í 8-liða úrslitunum. Baldur hafði áður slegið Sigurvin Ólafsson leikmann FH úr keppni.

,,Ég er ánægður með að komast áfram. Þetta leit ekki vel út en ég get prísað mig sælan með að komast áfram þrátt fyrir að eiga ekki minn besta dag," sagði Baldur um sigurinn

,,Þetta eru gífurleg vonbrigði að ná ekki að komast áfram í þessari keppni og maður finnst maður ekki vera að gera liðinu sínu gott með því að detta út svona snemma leiks. Eftir því sem aldurinn færist yfir fylgist maður minna með fótboltann og þá sérstaklega neðri deildunum, það er því miður svoleiðis," sagði Hjörtur.

,,Ég held ég hafi ekki verið nálægt að ná einustu spurningu sem ég náði ekki. Ég held að ég hafi verið með niðurgang í langflestum spurningunum nema í þeim tveimur sem ég grísaði á," bætti hann við.

Undirstrikuð svör eru rétt.


1. Hver var markahæstur í ensku 1.deildinni á síðasta tímabili?
Baldur: Andy Johnson
Hjörtur Ég veit það ekki
Rétt svar: Marlon King

2. Hvað heitir þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðablik?
Baldur: Það bara veit ég ekki
Hjörtur Pass
Rétt svar: Guðmundur Magnússon

3. Hver skoraði mark Frakka í 1-1 jafnteflinu gegn Íslendingum á Laugardalsvelli 1998?
Baldur: Dugarry
Hjörtur Youri Djorkaeff

4. Hvað heitir knattspyrnustjóri Watford?
Baldur: Ég veit það ekki
Hjörtur Veit það ekki
Rétt svar: Aidy Boothroyd

5. David Beckham hætti á dögunum sem fyrirliði enska landsliðsins. Í leik gegn hvaða liði bar Beckham fyrirliðabandið í fyrsta skiptið með enska liði?
Baldur: Á móti Ítalíu
Hjörtur Frökkum

6. Frá hvaða landi er Vitoría Setubal?
Baldur: Portúgal
Hjörtur Ungverjalandi

7. Hvar á landinu er Grýluvöllur staðsettur?
Baldur: Djúpavogi
Hjörtur Raufarhöfn
Rétt svar: Hveragerði

8. Hvað heitir fyrirliði Portsmouth?
Baldur: Pass
Hjörtur Ég man það ekki
Rétt svar: Dejan Stefanovic

9. Hvað heitir fyrirliði fyrstu deildarliðs Þróttar?
Baldur: Eysteinn Lárusson
Hjörtur Eysteinn Lárusson

10. Með hvaða liði á Spáni spilaði Rivaldo eitt tímabil áður en hann var svo seldur til Barcelona?
Baldur: Deportivo La Coruna
Hjörtur Bilbao

11. Hvað heitir heimavöllur ítalska liðsins Parma?
Baldur: Artemio Franchi
Hjörtur Parmalat
Rétt svar: Stadio Tardini

12. Fyrir hvað stendur skammstöfunin KFS?
Baldur: Pass
Hjörtur Knattspyrnufélagið Smástund
Rétt svar: Knattspyrnufélagið Framherjar Smástund

13. Hjá hvaða félagi hóf Kristján Óli Sigurðsson ferilinn? Baldur: Bolungarvík
Hjörtur HK
Rétt svar: Hvöt Blönduósi

14. Hvað heitir þjálfari 2.deilarliðs Njarðvíkur?
Baldur: Zoran Daníel Ljubicic
Hjörtur Sverrir
Rétt svar: Helgi Bogason

15. Með hvaða liði leikur Franck Ribery?
Baldur: Marseille
Hjörtur Marseille


Aðrar keppnir:

Víkingur R. 4 - 2 ÍBV
Keflavík 9 - 8 Grindavík
Breiðablik 8 - 6 KR
FH 9 - 6 Valur
Athugasemdir
banner