Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fös 07. júlí 2006 08:36
Magnús Már Einarsson
Spurningakeppni Landsbankad.: Fylkir - Breiðablik
Fjalar setti nýtt stigamet og sló Kristján Óla á neðri myndinni út.
Fjalar setti nýtt stigamet og sló Kristján Óla á neðri myndinni út.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis og fulltrúi liðsins í spurningakeppni Landsbankadeildarliðanna sett nýtt stigamet í keppninni þegar hann sigraði Kristján Óla Sigurðsson fulltrúa Breiðablik 10-8 í síðustu viðureigninni í 8-liða úrslitum.

,,Ég óska honum til hamingju. Það er vonandi að hann fari alla leið fyrst hann sigraði mig," sagði Kristján Óli eftir að úrslitin voru ljós en hann var ósáttur við sjálfan sig að hafa klikkað á spurningu númer 14.

,,Miðað við þessar spurningar var ég nokkuð sáttur við útkomuna. Ég hefði átt að vita einhverjar en svo kom til dæmis með varnarmanninn ítalska, það var bara gisk. Ég reyni bara að bæta mig í næstu umferð," sagði Fjalar sem er kominn í undanúrslitin þar sem hann dróst gegn Guðmundi Steinarssyni fulltrúa Keflvíkinga.

Undanúrslit:
Fylkir (Fjalar Þorgeirsson) - Keflavík (Guðmundur Steinarsson)
Valur (Baldur Þórólfsson) - Víkingur R. (Davíð Þór Rúnarsson)

Undirstrikuð svör eru rétt:


1. Með hvaða liði í Noregi spilaði Ole Gunnar Solskjaer áður en hann fór til Man Utd?
Fjalar: Valerenga
Kristján Óli: Molde

2. Hvenar var Skallagrímur síðast í efstu deild?
Fjalar: 1997
Kristján Óli: 1996

3. Hjá hvaða liði var Bjarni Guðjónsson áður en hann kom til ÍA nú í vor? Fjalar: Plymouth Argyle
Kristján Óli: Plymouth Argyle

4. Hvaða ár leiddi Beckenbauer, Vestur-Þýskaland til heimsmeistaratitils sem leikmaður?
Fjalar: 1974
Kristján Óli: 1978

5. Frá hvaða landi er Pascal Chimbonda leikmaður Wigan?
Fjalar: Hann er Frakki
Kristján Óli: Hann er Frakki

6. Hvað heitir völlurinn í Dortmund sem leikið er á á HM?
Fjalar: Westfalen
Kristján Óli: Westfalen Stadium

7. Hver var markakóngur efstu deildar á Íslandi árið 1996?
Fjalar: Bjarni Guðjóns
Kristján Óli: Bjarni Guðjónsson
Rétt svar: Ríkharður Daðason

8. Hvað skoraði Just Fontaine mörg mörk á HM 1958?
Fjalar: Þrettán
Kristján Óli: Sex

9. Hver hefur skorað sneggsta mark á HM?
Fjalar: Pass
Kristján Óli: Hristo Stoitchkov
Rétt svar: Hakan Sükur á HM 2002 gegn Suður-Kóreu eftir ellefu sekúndur

10. Hvað heitir þjálfari KA í fyrstu deildinni?
Fjalar: Slobodan Milisic
Kristján Óli: Slobodan Milisic

11. Með hvaða liði leikur ítalski landsliðsmaðurinn Cristian Zaccardo?
Fjalar: Palermo
Kristján Óli: Parma

12. Með hvaða liði í efstu deild hér á landi lék Duro Mijuskovic árið 1999?
Fjalar: Keflavík
Kristján Óli: Grindavík

13. Hvaða fjórir dómarar á Íslandi eru FIFA-dómarar?
Fjalar: Kristinn Jakobsson, Egill Már Markússon, Garðar Örn Hinriksson, Jóhannes Valgeirsson.
Kristján Óli: Kristinn Jakobsson, Jóhannes Valgeirsson, Egill Már Markússon og Garðar Örn Hinriksson.

14. Hvaða tveir menn hafa afrekað það að verða bæði heimsmeistarar sem leikmaður og þjálfari?
Fjalar: Franz Beckenbauer og Carlos Billardo
Kristján Óli: Beckenbauer og Parreira
Rétt svar: Mario Zagallo og Franz Beckenbauer

15. Hvaða lið þjálfaði Atli Eðvaldsson árið 1994?
Fjalar: HK
Kristján Óli: Handknattleiksfélag Kópavogs


Aðrar keppnir:

Valur 6 - 2 ÍA
Víkingur R. 4 - 2 ÍBV
Keflavík 9 - 8 Grindavík
Breiðablik 8 - 6 KR
Valur 9 - 6 FH
Athugasemdir
banner